Moodle Rafræn próf

Rafræn próf í Moodle hafa verið notuð í Háskóla Íslands frá 2006. Eftir atvikum taka nemendur rafræn próf heima, í skólanum á eigin tölvu eða í tölvuverum skólans.

Meðal þess sem próf í Moodle býður upp á: (atriðin eru virkjuð eftir þörfum í hverju tilviki)

 • Hefðbundnar stillingar fyrir tímasetningar s.s. yfir hve langt tímabil próf á að vera aðgengileg nemendum og hve langan tíma nemandi fær í próftökuna sjálfa.
 • Framlengja tíma prófs hjá einstökum nemendum jafnvel eftir að próftaka er hafin.
 • Velja hvort og hvaða niðurstöðum nemendur hafa aðgang að eftir próftöku s.s. eigin prófúrlausn, spurningum, réttum svörum, einkunn o.s.frv.
 • Skrá fyrirfram endurgjöf fyrir próf, spurningar og einstaka svarliði spurninga.
 • Skilyrða aðgang að prófi út frá mismunandi forsendum t.d. hvort nemandi tilheyrir ákveðnum hópi í námskeiði, hvort hann hefur lokið öðru prófi, verkefni eða náð tiltekinni einkunn í öðru viðfangsefni námskeiðs o.s.frv.
 • Koma í veg fyrir próf sé tekið nema í gegnum prófvafra, Safe Exam Browser (SEB). Nemandi getur þá einungis opnað og tekið prófið í SEB. Vafrinn kemur í veg fyrir að nemandi geti vafrað um á netinu eða opnað önnur forrit í tölvunni.
 • Takmarka aðgang  að próftöku við ip-tölur t.d. í tölvuveri skólans. Eingöngu er þá hægt að opna prófið í þeim tölvum sem tilteknar eru í uppsetningu prófsins.
 • Velja hversu oft nemandi má taka einstakt próf og hvaða einkunn á að gilda í einkunnbók, t.d. einkunn fyrir fyrsta skipti, hæsta einkunn, meðaleinkunn allra próftilrauna.
 • Láta Moodle draga spurningar af handahófi úr spurningabanka í próf, að hluta eða öllu leyti, t.d. tvær spurningar úr flokki 10 spurninga, 5 spurningar úr 20 spurninga flokki o.s.frv. Hver nemandi færi einstakt próf og ef leyft er að taka próf oftar en einu sinni fá nemendur mismunandi próf í hvert skipti.
 • Í spurningabanka námskeiðs getur kennari búið til og flokkað spurningar í yfir- og undirflokka.
 • Boðið er upp á 15 gerðir spurninga í Moodle en mögulegt er að bæta við spurningagerðum, sjá nánar um fleiri gerðir spurningagerðir á moodle.org

Það sem gerir próf í Moodle sérstök er að í þeim er lögð rík áhersla á nám. Þau eru þróuð sem námstæki ekki síður en verkfæri til námsmats. Próf í Moodle bjóða upp á öflug verkfæri til endurgjafar jafnt í próftökunni sjálfri og eftir að nemandinn hefur skilað inn prófúrlausn. Meðal þess sem er mögulegt í Moodle prófi er að leyfa nemanda að sjá hvort svar hans er rétt í próftökunni  og fá að svara aftur spurningu fyrir færri stig, fá aðra spurningu í próf í stað spurningar sem nemandi kýs að svara ekki, gefa nemanda ábendingar í prófi og ýmislegt fleira. Hægt er að velja úr sjö möguleikum um  hvernig spurningar hegða sér í prófi.

Próf í Moodle vinnur með öðrum einingum kennsluvefs s.s. einkunnabók námskeiðs og dagatali og hlekkur á próf kemur fram á kennslusíðu námskeiðs með öðrum verkefnum og námsgögnum.

Próf og spurningabanki Moodle er þróað og viðhaldið af Open University í London, einum stærsta háskóla Bretlands, með Tim Hunt í fararbroddi.

Til að nota próf í Moodle þarf kennari að byrja á að setja upp kennsluvef fyrir námskeið í kerfinu. Sjá leiðbeiningar um að stofna kennsluvef í Moodle.

Á Moodle hjálparvef Reykjavíkurborgar eru Leiðbeiningar um próf í Moodle.

Nánari leiðbeiningar um próf í Moodle er að finna á moodle.org