Próf rafræn

Rafrænt prófahald hefur verið um nokkurt skeið við Háskóla Íslands. Í fyrstu í gegnum námsumsjónakerfi Uglu en síðan 2006 hafa rafræn próf í Moodle verið notuð og þá aðallega sem hlutapróf. Áður en Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 nýtti KHÍ sér námsumsjónakerfin WebCtIt’s learning og Blackboard sem buðu upp á rafræn próf.

Árið 2018 var ákveðið að innleiða prófakerfið Inspera við skólann til að einfalda rafræna próftöku í lokaprófum. Innleiðing er á frumstigi en stefnt er að almennri notkun þess innan fárra ára. Hér verður fjallað nánar um hvort kerfi fyrir sig, Moodle og Inspera.