Prófaskrifstofa Háskóla Íslands

Prófstjóri semur próftöflu og annast undirbúning og stjórn almennra prófa, í samráði við stjórnsýslu fræðasviða og deilda og með fulltingi prófaskrifstofu kennslusviðs. Umsýsla prófgagna og dreifing þeirra í prófstofur er í höndum prófaskrifstofu, svo og afhending úrlausna til kennara.  Prófaskrifstofa kennslusviðs er á 3. hæð  í Setbergi, húsi kennslunnar.  Prófstjóri er Hreinn Pálsson, sími 525-4361. Netfang prófstjóra og prófaskrifstofu er profstjori [hjá] hi.is.

Skönnun prófa er hjá Nemendaskrá Háskóla Íslands á 3 hæð á Háskólatorgi. Afgreiðslutími: 9:00-12:00 og 12:30-15:00 alla virka daga. Netfang: nemskra@hi.is , sími: 525-4309.