Netspjall

Í fjarkennslu getur verið gott að bjóða nemendum upp á kennslutíma á Internetinu. Kennarar geta á þann hátt myndað tengingu við nemendur sem taka námið alfarið eða að mestu í netnámi.

Hægt er að skipuleggja þessa tíma á mismunandi hátt, bjóða upp á þá sem valmöguleika eða skyldu.

Innihald og skipulag getur einnig verið mismunandi eins og í venjulegri kennslu. Það geta verið umræður um tiltekið efni, kennari svarar fyrirspurnum nemenda um námskeiðið eða ákveðið verkefni, nemendur kynna afrakstur verkefna og fleira.

Sum netspjallsforrit (eins og Zoom) bjóða upp á að skipta nemendum upp í hópa sem geta þá rætt saman og síðan sagt frá niðurstöðum sínum með öllum.

Háskóli Íslands býður kennurum upp á nokkur forrit til að nota í slíkum samskiptum. Það eru Zoom, Skype for business og Calls í Teams. auk þeirra er hægt að nota Hangout í Google eða Adobe Connect.