Kennsluhættir

Kennsluhættir geta verið margvíslegir. Það er hið hefðbundna staðnám sem allir þekkja.

Dreifnám, þar sem kennslan fer fram í rauntíma með aðstoð tækninnar en nemendur eru dreifðir landfræðilega.

Fjarnám, þar sem nemendur geta nálgast efni í gegnum Internetið á þeim stað og tíma sem þeim hentar.

Blandað nám, þar sem nemendur eru í fjarnámi en þurfa að mæta í staðnám að hluta til. Sumir skólar kalla þessa tegund af námi lotunám. Aðrir nota þetta hugtak fyrir kennslu sem þeir eru með í staðnámi en þurfa að sinna fjarnemum líka.

Netnám er hugtak sem er notað fyrir fjarnám sem fer eingöngu fram í gegnum netið, þe. engin krafa um mætingu í rauntíma, hvorki á stað eða neti.

Vendinám, á í raun við staðnám þar sem nemendur verða að ljúka við að fara í gegnum ákveðið efni áður en þeir mæta í staðnám, sem þá byggir á umræðum eða verkefnavinnu þar sem unnið er með efnið sem nemandinn var búinn að kynna sér fyrir tímann.

Netspjall, þar sem hluti af náminu fer fram í rauntíma á veraldarvefnum. Oftast er um að ræða umræður á milli nemenda og kennara eða kynningar nemenda á ákveðnu efni.