Umræður í opnu rými – open space

Ein leið til að nota þessa aðferð er að útbúa tvær tímalínur og setja upp á vegg. Nemendur velja sér umræðuefni sem þeir vilja stýra og getur það verið valfrjálst eða eitthvað sem kennari ákveður. Umræðuefnið er sett á aðra tímalínuna og skrifuð staðsetning þar viðkomandi nemandi ætlar sér að vera með umræðurnar. Annað stigið er síðan að nemendur velja sér eina umræðu á hinni tímalínunni þar sem þeir geta hugsað sér að taka þátt.

Nemendur sem ætla að stýra umræðu á fyrri tímalínunni fara á sinn stað og þeir nemendur sem hafa skráð sig til þeirrar umræðu fylgja með. Einn ritari fyrir hópinn og skráir niður helstu niðurstöður. Sama gerist fyrir seinni tímalínuna.

Þegar allir eru tilbúnir er gott að hafa sameiginlegt svæði þar sem niðurstöður eru birtar. Kennari og nemendur fara síðan yfir helstu niðurstöður eða það sem þótti áhugaverðast.