Höfðið til ábyrgðar hvers og eins

Það er vel líklegt að nemendur geti unnið vel í hópvinnu en ekki náð þeirri hæfni sem verkefnið á að þjálfa. Til þess að ganga úr skugga um að allir í hópnum búi yfir hæfninni sem lögð er til grundvallar þarf að skipuleggja ábyrgð hvers og eins inn í hópverkefnin. Þetta er t.d. gert með því að leggja próf fyrir nemendur, nú eða skila einstaklingsritgerðum (write-ups), vikulegum dagbókarfærslum, o.fl. Þessi aðferð ætti að útiloka svokallaða „bakpokaferðalanga“ eða „free-riders“. Ef einstaklingsframlag nemenda gildir til einkunnar eru nemendur líklegir til að axla ábyrgðina sem lögð er á herðar þeirra með hópvinnunni.

Í sama augnmiði tengja sumir kennarar hópverkefnavinnu og próf sem hver og einn nemandi tekur og fjallar um svipað efni og hópverkefnið. Aðrir skipta upp einkunninni fyrir hópverkefni annars vegar og einstaklings verkefni hins vegar. Einstaklingsverkefnið getur verið í formi samantektar á ferli hópvinnunnar (hvernig hópurinn komst að niðurstöðu o.fl.), samantekt á því hvað nemendur lærðu af hópverkefninu eða lýsingu á framlagi hvers og eins í hópnum, svo fátt eitt sé nefnt.

 

Heimild

Carnegie Mellon University: https://www.cmu.edu/teaching/designteach/design/instructionalstrategies/groupprojects/benefits.html