Að byggja upp hópvitund

Hópvinna er af mörgum toga og víða þekkist það að nemendur skipti með sér verkum sem hver og einn ber ábyrgð á. Annars staðar er farið fram á þróaðari samvinnu þar sem allir vinna saman og þar þarf að byggja samvinnuna inn í hópverkefnið. Fearon, McLaughlin og Eng (2011) leggja höfuðáherslu á að byggja upp námssamfélag í hópastarfi, þá fari hópvinna virkilega að telja fyrir nemendur bæði í lífinu sjálfu með aukinni samfélagslegri hæfni svo og til að þróa námsgetu þeirra. Þannig, segja þeir félagar, er mikilvægt að byggja upp hvoru tveggja hópvitund eða liðsheild og aðild að virku námssamfélagi.

Aðferð Dæmi
Gakktu úr skugga um að verkefnin séu nægjanlega flókin þannig að nemendur þurfi að deila þekkingu sinni og færni til að ljúka þeim. Í hópverkefni í leikjahönnun þurfa nemendur að búa til leik sem krefst þess að þeir búi yfir þekkingu, leikni og hæfni í forritun og hönnun. Til að ljúka verkefninu þurfa nemendur úr ólíkum greinum að leiða saman hesta sína og nýta styrkleika hvers annars.
Búðu til hæfniviðmið sem aðeins er hægt að uppfylla með samvinnu. Í verkfræðinámskeiði keppa lið í að hanna bát. Vinnan krefst hæfi og beitingar mismunandi þátta í verkfræði, efnisfræði og fjárhagsáætlunargerð. Keppnin verður til þess að hópurinn vinnur þétt saman að því að ná sem bestum árangri.
Takmarkaðu efni eða aðdrætti til að hvetja nemendur til að deila mikilvægri þekkingu og fróðleik. Í arkítektahönnunarnámi leggur kennari stutt hópverkefni fyrir nemendur. Hann lætur þeim í té efni (s.s. snæri, pappa, stangir) sem þeir eiga að hanna úr form eða byggingu sem lítur ákveðnum byggingarfræðilegum reglum. Þar sem efnið er takmarkað þurfa nemendur að vinna saman að lausn verkefnisins.
Útdeildu hlutverkum í hópnum til að auðvelda samstarf. Í misserislöngu rannsóknarhópverkefni í sögu úthlutar kennari nemendum sérstökum hlutverkum: Einn þeirra er ábyrgur fyrir því að hefja og viðhalda samskiptum inna hópsins, annar sér um að samhæfa  vinnuna (coordinating scedules) og skipuleggja fundi, þriðji sér um fundarritun (skráir hugmyndir og ákvarðanir sem teknar eru á fundum) og sá fjórði heldur hópnum við efnið, á tímaáætlun og skiladögum. Kennarinn skiptir þessum hlutverkum á milli nemenda eftir því sem á líður misserið þannig að allir fái að spreyta sig á öllum hlutverkum.

Heimild

Carnegie Mellon University: https://www.cmu.edu/teaching/designteach/design/instructionalstrategies/groupprojects/benefits.html