Verjið tíma í að kenna hópvinnu

Ekki gera ráð fyrir því að nemendur kunni að vinna í hópi. Þó svo að flestir nemendur hafa unnið í hópverkefnum hefur þeim jafnvel aldrei verið kennt það og kunna því ekki til verka. Einnig kanna það að vera að þó svo að þeir hafi lært til verka henti sú tegund hópvinnu eða samvinnu ekki í þeim verkefnum sem þú sem kennari vilt að þeir vinni, þá þarftu að endurskoða verkefnin og miða þau að hópnum.

Nemendur þurfa að læra að vinna með öðrum að verkefnum sem þeir eru vanir að vinna sjálfstætt, þeir þurfa t.d. að:

  • átta sig á verkefninu, hvernig það er upp byggt og erfiðleikastigi þess
  • brjóta verkefnið niður í hluta og skref
  • skipuleggja verkefnið
  • ákvarða tíma í verkefnið, tímastjórnun

Nemendur þurfa einnig að átta sig á því hvernig þeir vinna með hluti sem einungis koma upp í hópvinnu, s.s.

  • útskýra hugmyndir sínar fyrir öðrum
  • hlusta á mismunandi hugmyndir og sjóarhorn
  • komast að niðurstöðu
  • deila ábyrgð
  • samræma vinnu
  • leysa deilur

Hér eru nokkur atriði sem geta aðstoðað nemendur í hópvinnu og nýst þeim í lífinu almennt hvað varðar samskipti og samvinnu.

Aðferð Dæmi
Leggðu áherslu á hversu hagnýt samvinna er. Útskýrðu gildi samvinnu á vinnustöðum (og utan þeirra) með því að benda á raunveruleg dæmi um það hvernig hópar virka og hvað getur farið úrskeiðis þegar samvinna er veik. Kennari biður nemendur um að skrifa niður þá hæfileika sem þeir telja að framtíðar vinnuveitandi þeirra leiti að. Nemendur svara þessu oft með dæmum um sérhæfða hæfileika s.s. forritun. Kennari sýnir nemendum raunveruleg dæmi um eftir hverju vinnuveitendur leita hjá starfsmönnum sínum. Þar er áherslan oft á almenna hæfileika s.s. getu til að miðla skýrt og getu til að vinna með öðrum. Þessi aðferð eflir trúverðugleika námsaðferðarinnar.
Segðu frá kostum og göllum hópvinnu. Hafi nemendur ekki lært hópvinnu eða hafa slæma reynslu af henni getur það haft áhrif á það hvernig þeir nálgast vinnuna. Íhugaðu að biðja þá að skrifa niður dæmi um jákvæða og neikvæða reynslu þeirra af slíkri vinnu. Svo skaltu biðja þá um að hugleiða lausnir til að koma í veg fyrir eða draga úr neikvæðum þáttum hópvinnunar. Útskýrðu einnig fyrir þeim hvernig þú hefur skipulagt hópastarfið m.t.t. að draga úr neikvæðum hliðum þess, s.s. free-riders.
Láttu nemendum í té hugmynd að uppbyggingu og leiðbeiningu til að aðstoða þá við skipulagningu vinnunnar. Ræddu ferli skipulagningar flókins verkefnis með því að útskýra fyrir nemendum hvernig þú myndir nálgast efnið í svipuðu verkefni sjálf. Skipulegðu áætlanagerð inn í verkefnið til að þjálfa nemendur í henni.
Varðaðu leiðina, hafðu nokkra skiladaga á verkefninu, skref fyrir skref. Brjóttu verkefnið niður í þætti og skref og settu skilafrest fyrir hvern þátt, t.d. tillaga að verkefni, tímalína, heimildir, fyrstu drög. Að auki skaltu gefa nemendum grófa tímaáætlun fyrir hvern hluta verkefnisins og ýttu við þeim varðandi verkefnaþætti sem þeir kunna að þurfa að huga að fyrr en þeir ætla sjálfir. Sem dæmi má nefna þætti sem þú veist að eru tímafrekari en þeir virðast eða þættir sem aðrir hlutar verkefnisins byggja á og verða ekki unnir nema vinnu sé lokið við þá þætti.
Settu reglur um hópvinnuna. Búðu til reglur um hópvinnuna og biddu nemendur um að gera það saman. Slíkar reglur geta falið í sér þætti eins og: svaraðu pósti frá  hópmeðlimum innan 24 klst., mættu á fundi á réttum tíma og undirbúin, virtu skilafrest, hlustaðu á hópmeðlimi þína, svaraðu framlagi hópmeðlima heiðarlega og af kurteisi, vertu uppbyggjandi, gagnrýndu hugmyndir – ekki fólk. Þú getur beðið nemendur um að samþykkja reglurnar formlega með því að undirrita samning þar að lútandi. Ath. saming!
Kenndu og styrktu nemendur í færni við að takast á við ágreining. Ágreiningur innan hópa getur verið gott tækifæri til að þróa betri samvinnu og verkefni (Thompson, 2004). En ágreiningur getur einnig dregið úr áhuga nemenda á samvinnu. Gefðu nemendum tól og tæki (tungumál) til að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt og læra að hlusta á aðra. Hlutverkaleikur getur einnig virkað vel hér, þá æfa nemendur sig í að takast á við ágreining áður en hann kemur upp og eru þjálfaðari í að takast á við hann ef ágreiningur rís á milli aðila í hópvinnunni.
Varaðu nemendur við algengum „gryfjum“ í verkferlinum. Bentu nemendum á algengar „gryfjur“ í verkferlinu, s.s. að vanmeta tíma sem fer í að skipuleggja fundi, aðgang að rannsóknastofum, tölvuverum eða hljóð- og myndtökuverum, fá efni í millisafnaláni, fá leyfi fyrir rannsóknum og viðtölum, póstlista fyrir þátttakendur rannsókna, undirbúning kynningar og endurskoðun skýrsla svo fátt eitt sé nefnt.
Ýttu undir ígrundun um styrkleika og veikleika hópmeðlima. Hvettu nemendur til að meta eigin styrkleika og veikleika (t.d. frestunaráráttu, vera of beinskeyttur í gagnrýni, eiga auðvelt með að tjá sig) og að íhuga hvernig þessir þættir í fari þeirra geti haft áhrif á hópvinnu. Hægt er að nemendur um að bera saman svör sín innan hópsins og spyr þá síðan hvaða aðferðir hóparnir geti notað til að nýta sér styrkleika hópmeðlima og koma í veg fyrir að veikleikarnir dragi úr hópstarfinu. Svörin við þeim gætu t.d. verið að vera ströng á skiladögum (ef margir í hópnum eru haldnir frestunaráráttu), þróa kerfi sem auðveldar öllum að tjá sig og setja reglur um hreinskilna en kurteisa gagnrýni. Ath. dæmi.
Byggðu mat á hópvinnunni inn í hópverkefnið. Biddu nemendur um að meta reglulega eigið framla og/eða annarra í hópnum í tengslum við þær reglur sem settar voru og verkefnið gefur tilefni til s.s. virk hlustun, lýðræðisleg vinnubrögð, hvernig tekist er á við ágreining, árangur hópsins að vinnu á milli funda o.s.frv. Að því búnu skaltu gefa hópunum tækifæri til að bæta finna aðferðir til að bæta hópastarf þeirra gerist þess er þörf.

Heimild

Carnegie Mellon University: https://www.cmu.edu/teaching/designteach/design/instructionalstrategies/groupprojects/benefits.html