Hópvinna

Skiptar skoðanir eru um hópastarf í námi og sýnist þar sitt hverjum og er sú skoðun oftar en ekki byggð á eigin reynslu sem nemandi eða kennari. Sumir hafa verið í hópstarfi þar sem skipulagi er áfátt, fáir sitja uppi með vinnuna og aðrir hópmeðlimir njóta góðs af vinnu þeirra – eru svokallaðir bakpokaferðalangar eða free-riders. Hópastarf kemur ekki af sjálfu sér og algjört lykilatriði er að það sé vel skipulagt, nemendum sé kennt til verka og þeir gerðir ábyrgir fyrir ferlinu.

Hópvinna getur verið góð leið til að efla félagslega hæfni nemenda s.s. samskiptahæfileika, virkni þeirra og áhuga (Fearon, McLaughlin og Eng, 2011). Vel skipulagt hópastarf nýtist nemendum ekki einungis vel til að efla námshæfileika og þekkingu sína (Nichol, 1997), heldur ekki síður félagslega hæfni þeirra í samvinnu og samskiptum sem nýtist vel bæði í skóla til að byggja upp námssamfélag og í vinnu síðar meir (Fearon, McLaughlin og Eng, 2011; Mutch, 1998;). Þar á meðal getu þeirra til:

 • að brjóta niður flókin verkefni í hluta og skref
 • tímastjórnunar
 • að bæta skiling í gegnum umræðu og útskýringar
 • að gefa endurgjöf á frammistöðu
 • að rökstyðja mál sitt og efast um gefnar forsendur
 • að þróað betri samskiptahæfni
 • að vinna með tilfinningar og álag í tengslum við verkefni

Samlegðaráhrifin af hópvinnu geta einnig hjálpað nemendum að þróa með sér sérstaka hæfni sem þeir væru ófærir um einir og sjálfir, m.a.:

 • að komast yfir flóknari vandamál en þeir gætu einir og sér
 • deila hlutverkum og ábyrgð
 • deila mismunandi sjónarhornum
 • bera ábyrgð og gera aðra ábyrga
 • fá félagslegan stuðning og hvatningu til að taka áhættu
 • þróa nýjar leiðir til að leysa ágreining
 • vera einn af hópnum – hópmeðvitund - samkennd
 • finna jafningja til að bera sig saman við
 • þróa faglegt sjálfstæði og sjónarhorn í hópi jafningja

En hvers vegna skyldu kennarar leggja fyrir hópverkefni? Helstu kostir hópvinnu eru þeir að kennarar geta lagt fyrir fólknari verkefni en þeir myndu annars gera í einstaklingsverkefnum. Hópvinna skilar oft frjórri verkefnum, en það gefur auga leið þegar margir hugar koma saman. Auk þess minnkar yfirferð verkefna hjá kennara og hann þarf að útbúa færri verkefni. Hópvinna er þó ekkert frí fyrir kennarann og getur skapað honum meiri vinnu, ekki síst þegar fara á yfir verkefnavinnuna.

Hér til hliðar má finna nánar um skipulag, að byggja upp hópvitund, að kenna hópvinnu og að höfða til ábyrgðar nemenda.

Heimildir

Carnegie Mellon University: https://www.cmu.edu/teaching/designteach/design/instructionalstrategies/groupprojects/benefits.html
Barkley, E.F., Cross, K.P., and Major, C.H. (2005). Collaborative learning techniques: A handbook for college faculty. San Francisco: Jossey-Bass.
Fearon, C., McLaughlin, H. og Eng, T. Y. (2011). Using student group work in higher education to emulate professional communities of practice. Education and Training, Vol. 54, No, 2/3, s. 114-125.
Johnson, D.W., Johnson, R., & Smith, K. (1998). Active learning: Cooperation in the college classroom. Edina, MN: Interaction Book Company.
Mutch, A. (1998). Employability or learning? Groupwork in higher education. Education and Training, Vol. 40, No.2, s. 50-56.
Thompson, L.L. (2004). Making the team: A guide for managers. Upper Saddle River, NJ: Pearson Education Inc.