Kennsluaðferðir

Til er fjöldinn allur af mismunandi kennsluaðferðum og geta flestir eflaust verið sammála um að engin ein aðferð er betri en önnur.

Gott er að nota mismunandi kennsluaðferðir til að koma til móts við fjölbreyttan hóp nemenda. Kennarar þurfa að kunna skil á ýmsum aðferðum til miðlunar til þess að geta valið það sem hentar nemendum þeirra og námsefninu sem þeir miðla.