Tengsl hæfniviðmiða, kennslu og námsmats

Hæfnivmiðmið segja til um hvernig námsmati á námsþætti er varið og gefa vísbendingar um hvernig kennarar geta stutt við nám nemenda með kennslu og verkefnum til að þjálfa nemendur í þeirri hæfni sem krafist er.

Hér er tekið dæmi þar sem hæfniviðmiðið er að nemandi ,,geti samið faglega skýrslu um málefni skjólstæðings.” Námsmatið er að ,,nemendur skila skýrslu.” Kennari getur út frá þessu ákveðið hvernig hann ætli að styðja við það að nemendur nái þeirri hæfni að geta skrifað skýrslu um skjólstæðing einir og sjálfir. Hér hefur kennari ákveðið að; kynna skýrslur; nemendur skoði dæmi um skýrslur fagmanna og leggi mat á þær; nemendur skrifa skýrslu tveir og tveir saman undir leiðsögn kennara. Þetta telur kennari nægja nemendum til stuðnings við námsmatið sem er ,,að skila einni skýrslu” einir og óstuddir.

Það að gera þessi tengsl hæfniviðmiða, kennslu og námsmats sýnileg nemendum nýtist þeim vel við að átta sig á því hvaða námsþátt er verið að þjálfa hverju sinni og hvernig þeir eigi að nálgast námsefnið og vinna með það til að geta lokið námsþættinum. Þetta skerpir sýn á nám fyrir alla hlutaðeigandi, eykur ábyrgð og styður við skipulag náms.

Hæfniviðmið Kennsla/verkefni Námsmat
Geti samið faglega skýrslu um málefni skjólstæðings •Kynning á skýrslum•Nemendur skoða dæmi um skýrslur fagmanna og leggja mat á þær

•Nemendur skrifa skýrslu tveir og tveir saman undir leiðsögn kennara

Nemendur skila einni skýrslu (sjá lýsingu á verkefni og matskvarða)