Lokaviðmið námsleiða segja til um hvaða hæfni nemandi býr yfir við lok náms. Þegar nemendur útskrifast fá þeir yfirlit yfir lokaviðmiðin í skjali sem heitir Diploma supplement.
Viðmið um æðri menntun og prófgráður eru kerfisbundin lýsing á uppbyggingu náms og prófgráða á háskólastigi og taka sérstaklega til þekkingar, leikni og hæfni nemenda við námslok. Fyrstu viðmiðin voru gefin út árið 2006 en núverandi viðmið eru endurskoðun á þeim og voru gefin út 2011. Hér má ná í pdf með viðmiðum um æðri menntun og prófgráður.
Við Háskóla Íslands hafa lokaviðmið námsleiða verið skilgreind. Þau viðmið eru birt í kennsluskrá Háskóla Íslands, www.kennsluskra.hi.is.
Til að finna lokaviðmið er einfaldast að fara beint í kennsluskrá og finna þar lista yfir námsleiðir og námsframboð, t.d. námsleiðir í grunnnámi og velja viðeigandi námsleið. Þá opnast forsíða námsleiðar en með því að smella á ör við orðið hæfniviðmið má fá fram lista yfir lokaviðmið hennar. Fyrir ensku þarf að smella á English í efra hægra horni. Hafi viðmið ekki verið skráð hér þá vinsamlegast hafið samband við deildarskrifstofu.
Hrísltafla er hjálpleg við að skoða lokaviðmið námsleiðar með tilliti til þess í hvaða námskeiði/um einstök lokaviðmið hennar eru könnuð. Einnig til að ganga úr skugga um að ekki sé um skallabletti eða óeðlilega skörunað að ræða í námsleiðinni. Kennarar námsleiðar vinna hrísltöfluvinnuna saman og ræða hvar viðkomandi lokaviðmið er kannað. Með þeim hætti getur hrísltöfluvinnan gefið kennurum heildarsýn á námsleiðir.
Hægt er hægt að ná í excel skjal með skapalóni fyrir hrísltöflu.
Hæfniviðmið námsleiðar: | ||||||
Hæfniviðmið námskeiðs: | Hæfniviðið 1. | Hæfniviðmið 2. | Hæfniviðmið 3. | Hæfniviðmið 4. | Hæfniviðmið 5. | Hæfniviðmið 6. |
Námskeið 1. | ||||||
Námskeið 2. | ||||||
Námskeið 3. | ||||||
Námskeið 4. | ||||||
Námskeið 5 | ||||||
Námskeið 6 | ||||||
Námskeið 7 | ||||||
Námskeið 8 | ||||||
Námskeið 9 | ||||||
Námskeið 10 | ||||||
Námskeið 11 | ||||||
Námskeið 12 | ||||||
Námskeið 13 | ||||||
Námskeið 14 | ||||||
Námskeið 15 |
Lokaviðmið námsleiða eru á lárétta ásnum (HV1, HV2 o.sv.frv.) en námskeið á þeim lóðrétta.
Mikilvægt er að námsleið komi sér saman um lokaviðmið námsleiðar og að hægt sé að staðfesta (t.d. við ytri matsmenn) að nemendur sem ljúka námsbrautinni búi yfir þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem lokaviðmið hennar segja til um.