Lokaviðmið námsleiða

Við Háskóla Íslands hafa lokaviðmið námsleiða verið skilgreind. Þau viðmið eru birt í kennsluskrá Háskóla Íslands, www.kennsluskra.hi.is. Til að finna  námsleiða er einfaldast að fara beint í kennsluskrá og finna þar lista yfir námsleiðir og námsframboð, t.d. námsleiðir í grunnnámi og velja viðeigandi námsleið. Þá opnast forsíða námsleiðar en með því að smella á ör við orðið „hæfniviðmið“ má fá fram lista yfir lokaviðmið hennar. Fyrir ensku þarf að smella á „English“ í efra hægra horni. Hafi viðmið ekki verið skráð hér þá vinsamlegast hafið samband við deildarskrifstofu.

Lokaviðmið námsleiða segja til um hvaða hæfni nemandi býr yfir við lok náms. Þau eru í samræmi við viðmið Menntamálaráðuneytis, Viðmið um æðri menntun og prófgráður, sem skilgreind eru út frá þekkingu, leikni og hæfni. Mikilvægt er að námsleið komi sér saman um lokaviðmið námsleiðar og að hægt sé að staðfesta (t.d. við ytri matsmenn) að nemendur sem ljúka námsbrautinni búi yfir þeirri þekkingu, leinkni og hæfni sem lokaviðmið hennar segja til um. Lokaviðmið námsleiða birtast í Diploma supplement. Viðmið um æðri menntun og prófgráður var síðast uppfært 2011 og skulu lokaviðmið námsleiða miða við þau.