Sagnorðalisti

Flokkunarkerfi Bloom hefur reynst vel til að aðstoða við val á sögnum í hæfniviðmiðum (Bloom og félagar, 1956). Samkvæmt Bloom fer allt nám fram á þremur sviðum, þ.e. þekkingarsviði (e. cognitive domain), viðhorfa og tilfinningasviði (e. affective domain) og leiknisviði (e. psychomotor domain). Á hverju sviði er markmiðum skipað niður í þrep eftir því hve flókin þau eru talin og er flokkunarkerfið stigbundið þannig að hafi nemendur náð markmiði eða hæfni á öðru þrepi má ganga út frá því sem gefnu að þeir hafi náð því fyrsta.

Til að einfalda vinnu kennara við gerð hæfniviðmiða er hér listi yfir sagnir sem lýsa hæfni á ólíkum þrepum. Sagnorðalisti til niðurhals.