Sagnorð

Flokkunarkerfi Bloom hefur reynst vel til að aðstoða við val á sögnum í hæfniviðmiðum (Bloom og félagar, 1956). Samkvæmt Bloom fer allt nám fram á þremur sviðum, þ.e. þekkingarsviði (e. cognitive domain), viðhorfa og tilfinningasviði (e. affective domain) og leiknisviði (e. psychomotor domain). Á hverju sviði er markmiðum skipað niður í þrep eftir því hve flókin þau eru talin og er flokkunarkerfið stigbundið þannig að hafi nemendur náð markmiði eða hæfni á öðru þrepi má ganga út frá því sem gefnu að þeir hafi náð því fyrsta.

Til að einfalda vinnu kennara við gerð hæfniviðmiða er hér listi yfir sagnir sem lýsa hæfni á ólíkum þrepum. Sagnorðalisti til niðurhals.

Minni (e. knowledge)

Hér er lögð áhersla á að nemandinn muni staðreyndir, skilgreiningar, kenningar o.s.frv.:
Útskýra, lýsa, þekkja aftur, flokka, telja upp, nefna, lýsa í grófum dráttum, endurskapa, rifja upp, velja, fullyrða, kynna, draga fram, skipuleggja, endursegja, skrifa, mæla, leggja áherslu á, endurtaka, setja í samhengi, samræma.

Skilningur (e. comprehension)

Með skilningsmarkmiðum er lögð áhersla á að nemandinn leggi merkingu í þá þekkingu sem hann hefur aflað sér, að hann skilji það sem hann sér, heyrir og les:
Túlka, þýða, áætla, réttlæta, umbreyta, varpa ljósi á, verja, greina á milli, útskýra, víkka, alhæfa, skýra með dæmum, gefa dæmi um, draga ályktanir, umorða, spá, segja fyrir um, endurskrifa, draga saman, ræða, framkvæma, gefa skýrslu, kynna, skýra frá að nýju, koma auga á/staðfesta, undirstrika, gefa til kynna, finna, velja, tákna/gefa mynd af, nefna, setja fram samkvæmt tiltekinni reglu eða kerfi, skera úr um, benda á andstæður, flokka, tjá, bera saman.

Beiting (e. application)

Hér er gert ráð fyrir að nemendur geti beitt þekkingu, hugtökum, dæmum, aðferðum og kenningum við mismunandi aðstæður, þekktar og óþekktar:
Beita, leysa, byggja, sýna, breyta, reikna út, uppgötva, stýra, afmarka, spá, undirbúa, framleiða, tengja, nota, gefa dæmi, skýra með dæmum, draga upp, velja, skýra hvernig, finna, meta, stunda, stjórna, lýsa, staðfesta, skrifa, túlka.

Greining (e. analysis)

Á þessu stigi eiga nemendur að vera færir um að beita gagnrýnni hugsun, færa rök fyrir máli sínu og draga ályktanir af upplýsingum og heimildum, styðja mál sitt með tilvísun í heimildir, setja fram tilgátur sem eiga við rök að styðjast og greina á milli staðreynda og ályktana:
Þekkja aftur, greina á milli, meta, skilgreina, leysa upp, aðgreina, koma auga á, lýsa hvernig, draga ályktanir, teikna útlínur/lýsa í grófum dráttum, benda á, tengja, velja, aðskilja, bera saman, benda á andstæður, réttlæta, leysa úr, verja (t.d. tíma til ákveðins verkefnis), prófa, álykta, gagnrýna, draga í efa, skilgreina, greina, flokka, benda á, varpa ljósi á.

Sköpun, nýmyndun (e. creation)

Þekking nemenda nýtist til þess að setja fram hugmyndir og tillögur, til þess að þróa, hanna, semja og leita lausna með hjálp skapandi hugsunar:
Leggja til, kynna, byggja upp, fella inn í, mynda, kenna, sameina, taka saman, semja, skapa, finna upp, hanna, útskýra, framleiða, afmarka, skipuleggja, áforma, endurraða, endurbyggja, tengja, endurskipuleggja, rifja upp, skrifa, draga saman, segja frá, standa fyrir, ítreka, gera grein fyrir, breyta, rökstyðja, koma reglu á, velja, annast, alhæfa, draga út, komast að niðurstöðu, álykta, byggja upp, orsaka, mynda, setja saman, stinga upp á, víkka út/stækka, þróa.

Mat (e. evaluation)

Nemendur leggja rökstutt mat á upplýsingar, hugmyndir, viðhorf og gildismat:

Skera úr um, greina á milli, lofa, meta, draga saman niðurstöður, bera saman, draga fram mun/bera saman andstæður, skýra hvernig, gagnrýna, taka afstöðu með eða á móti, réttlæta, verja, reikna út, gefa einkunn, flokka, ákvarða, velja, draga í efa.

 

Heimild:

Bloom, B.S. (Ed.). Engelhart, M.D., Furst, E.J., Hill, W.H., Krathwohl, D.R. (1956). Taxonomy of Educational Objectives, Handbook I: The Cognitive Domain. New York: David McKay Co Inc.