Dæmi um metanleg hæfniviðmið

Hér eru nokkur dæmi um metanleg hæfniviðmið, sett fram til að einfalda vinnuna við gerð hæfniviðmiða.

Dæmi 1
Í lok námskeiðs getur nemandi:
 • Beitt kenningum um stærðfræðinám og kennslu.
 • Skipulagt námsmat sem endurspeglar hæfniviðmið námskeiða.
 • Notað ólíkar kennsluaðferðir í stærðfræðikennslu.
 • Notað aðferðir sem virkja nemendur í námi, s.s. hópastarf, notkun á upplýsingatækni, vendikennslu o.fl.
 • Beitt leiðum til að hjálpa nemendum við atriði sem algengt er að valdi vanda í stærðfræðinámi.
 • Notað mismunandi viðmið, matskvarða, gátlista og fleira til að meta skriflega verkefni og veita endurgjöf.
 • Stýrt dæmatímum markvisst og af öryggi.
 • Tekið þátt í umræðu um stærðfræðikennslu.
Dæmi 2
Í lok námskeiðs getur nemandi:
 • Greint frá helstu kenningum og hugtökum afbrotafræðinnar.
 • Sagt frá helstu fræðimönnum afbrotafræðinnar og rannsóknum þeirra.
 • Útskýrt mismunandi tegundir afbrota út frá ólíkum kenningum.
 • Greint íslenskan veruleika afbrota í ljósi kenninga og rannsókna afbrotafræðinnar.
 • Borið saman ólíkar kenningar afbrotafræðinnar.
 • Nýtt sér og metið ólíkar upplýsingar og gagnasöfn um afbrot.
Dæmi 3
Í lok námskeiðs geta nemendur:

Þekking

 • Útskýrt helstu einkenni útilífs (n. friluftsliv).
 • Lýst einkennum þverfaglegrar nálgunar og þegar unnið er á vettvangi.
 • Útskýrt aðferðir reynslunáms og hvernig ígrundun er nýtt til merkingarbærs náms.
 • Sett í samhengi málefni sem tengjast sjálfbærni.

Leikni

 • Rætt um hvernig ólík fagsvið tengjast umhverfi og náttúru.
 • Skipulagt ferð að sumarlagi fyrir ákveðinn markhóp.
 • Sett eigin upplifanir og reynslu í fræðilegt samhengi.

Hæfni

 • Beitt mismunandi aðferðum við ígrundun.
 • Nýtt ígrundandi aðferðir til að styrkja persónulegan- og faglegan þroska.
 • Leitt  hóp í útivistarferð og tekið tillit til þarfa einstaklinga og hóps.
 • Dvalið í nokkra daga í náttúrunni og geta tjaldað og eldað úti.
 • Skýrt með dæmum hvernig megi ígrunda eigin upplifanir.
Dæmi 4
Í lok námskeiðs getur nemandi:
 • Valið rannsóknaraðferðir og nálganir sem henta viðfangsefni hverju sinni.
 • Sett viðfangsefni sitt í fræðilegt samhengi og dregið af því ályktarnir.
 • Dregið saman þekkingu á fræðasviðinu.
 • Unnið rannsókn sem felur í sér frumlegt framlag til fræða.
 • Aflað gagna, gagnrýnt þau og túlkað.
 • Metið umfang rannsóknarefnis og skipulagt vinnu sína í samræmi við það.
 • Sett fram rannsóknarniðurstöður sínar, rökstutt þær og tengt við fræðin.
 • Gert grein fyrir tengslum sínum við viðfangsefnið.
 • Gert grein fyrir takmörkunum rannsóknar sinnar.
Dæmi 5
Að námskeiði loknu getur nemandi:
 • Útskýrt helstu kenningar sem tengjast stjórnarháttum fyrirtækja.
 • Útskýrt mismunandi stjórnarháttarkerfi.
 • Undirbúið, skipulagt og stýrt stjórnarfundum.
 • Tekið þátt í skipulögðu stjórnarstarfi.
 • Leitt uppbyggingu á skilvirku stjórnarstarfi.
 • Greint áherslur stjórnar.
 • Lagt mat á góða stjórnarhætti.
 • Starfað sem stjálfstæður stjórnarmaður.