Hæfniviðmið

Til eru tvær gerðir hæfniviðmiða, lokaviðmið námsleiða og hæfniviðmið námskeiða.

Við ritun hæfniviðmiða er sjónum beint að námi nemenda og hvaða þekkingu, leikni og hæfni þeir  búa yfir að námskeiði eða námi loknu. Hér er nemandinn í brennidepli, sjónarhorninu hefur verið snúið frá því að horfa á hvað kennarinn kennir yfir í það að horfa á hvað nemandinn lærir.

Í kennslufræðum er talað um að farið sé frá kennaramiðuðu sjónarhorni til nemenda- eða námsmiðaðs sjónarhorns.

Hér er hægt að ná í leiðbeiningar um gerð hæfniviðmiða fyrir námskeið og lokaviðmiða fyrir námsleiðir.

Mælt er með að kennarar tengi hæfniviðmið við kennslu og námsmat og noti mælanleg hæfniviðmið (dæmi).

Gott verkfæri í hæfniviðmiðagerð er sagnorðalisti sem er byggður á Bloom flokkunarkerfinu.