Hvernig próf flokkast sem huglæg?

  1. Eyðufyllingar - Stutt svör (short-answer items). Þar fær próftaki bregst spurningu, álitamál eða annað samhengi sem krefst stutts og hnitmiðaðs svars. Hann hefur tiltölulega lítið frelsi til að orða svarið.
  2. Afmörkuð ritunarverkefni (restricted-response items). Þau eru háð skýrum viðmiðum um inntak svara og þar með tengingu við tiltekin hæfniviðmið. Heppilegt að nota viðmiðatöflu (rubric) við yfirferð.
  3. Löng og opin ritunarverkefni (extended response items) eru opnari, þar sem próftaki hefur meira frelsi um inntak svara. Jafnvel er krafist skapandi og gagnrýninnar hugsunar með rökstuðningi. Heppilegt að nota viðmiðatöflu (rubric) við yfirferð.
  4. Túlkunarverkefni (interpretive exercises) geta einnig verið huglæg í eðli sínu. Eins og lýst var hér á undan þá fela þau í sér að nemendum eru birtar upplýsingar í formi texta, skýringarmyndar, grafs, töflu o.s.frv. og þeir beðnir um að kynna sér og túlka. Eins og að framan greinir geta svör nemenda verið ýmist hlutlæg eða huglæg.