Hvernig próf flokkast sem hlutlæg?

Í grófum atriðum eru það þrjár gerðir prófa sem flokkast undir hlutlæg prófaatriði:

  1. Fjölvalspróf (selection type items) öðru nafni krossapróf,  þar sem velja þarf milli ólíkra möguleika. Algengasta prófið er þá krossaspurning með ákveðið mörgum svareiginleikum þar sem einn er réttur eða réttastur.
  2. Eyðufyllingar (supply type items) krefjast stuttra svara. Þau geta þess vegna verið eitt til tvö orð, orðasambönd, tölur eða önnur tákn.
  3. Túlkunarverkefni (interpretive exercises). Megineinkenni þeirra að nemendum eru birtar upplýsingar í formi texta, skýringarmyndar, grafs, töflu o.s.frv. og þeir beðnir um að kynna sér og túlka. Svör nemenda geta síðan verið með ýmsum hætti, hvort sem er hlutlæg eða huglæg.