Hlutlæg prófatriði

Hlutlæg prófatriði

Eins og ætla má reyna hlutlæg prófatriði ekki mikið á þann sem fer yfir prófið. Þau eru í eðli sínu einföld og „tær“ í sniðum og yfirferð felur í sér aflestur fremur en eiginlegt mat. Hlutlæg prófatriði , t.d. krossaspurningar, nýtast vel í yfirgripsmiklum lokaprófum þar sem ná þarf til margra svipaðra hæfniviðmiða á stuttum tíma. Vönduð hlutlæg prófverkefni ættu að tryggja þokkalegan áreiðanleika og fljótlegt er að fara yfir úrlausnir, en á hinn bóginn getur verið snúið að semja vönduð og viðeigandi prófatriði af þessu tagi. Þau þarf að tengja vel við hæfniviðmið (e. learning outcomes) viðkomandi námskeiðs, forðast vísbendingar í fyrirmælum og tvíræðni í orðalagi.

Lesa meira...