Fjarkennsla

Covid 19 veiran hefur haft þau áhrif að margir kennarar hafa þurft að breyta kennsluháttum sínum. Fyrst vegna lokunar skólans vorið 2020 og haustið 2020 vegna reglna um að viðhalda 1-2 metrum á milli nemenda, til að forðast smit. Kennarar þurfa einnig að vera viðbúnir því að það þurfi að loka skólanum.

Það er því mikil áhersla haustið 2020 að kennarar breyti kennsluháttum sínum sem mest og noti stafræna miðla og geti kennt alfarið í fjarnámi ef til lokunar kemur.

Æskilegt er að kennarar taki sem mest upp af fyrirlestrum og öðru kennsluefni og nemendur geti nálgast þá í námsumsjónarkerfinu Canvas. Það þýðir að nemendur mæta þá ekki í skólann í staðnám til að horfa á fyrirlestra, heldur sé sá tími nýttur í annað.

Þetta þýðir að nemendur mæta hugsanlega ekki í skólann í hefðbundinn fjölda staðnámskennslustunda. Kennarar geta nýtt stafræna miðla í meira mæli, t.d. Teams og Zoom fyrir umræður.

Hér eru nokkur skref sem kennarar geta notað sem getað hjálpað þeim í þessu ferli.

  1. Skoðaðu kennsluáætlanirnar þínar og þær kennsluaðferðir sem þú notar vanalega. Skrifaðu hjá þér hvaða hæfni það er sem nemendur eiga að ná á önninni.
  2. Veltu fyrir þér hvernig þú gætir mögulega nýtt stafræna tækni í kennslunni til að nemendur nái þessari hæfni sem þeir eiga að ná. Hvernig þú getur notað stafræn verkfæri til að kenna og nýtist nemendum við lærdóminn. Punktaðu hugmyndir þínar hjá þé , t.d. með hugarkortsforritinu MindManager, sem kennarar geta náð í af innri vef Uglunnar.
  3. Kynntu þér þann hugbúnað sem Háskóli Íslands býður upp á og skoðaðu hvað af honum þú getur notað fyrir þær kennsluaðferðir sem þú vilt nota. Er það nóg eða vantar þig einhver fleiri verkfæri? Leitaðu að verkfærum sem þú vilt nota eða þú vilt að nemendur þínir noti.
  4. Endurskipuleggðu kennsluna þína fyrir haustönn 2020. Fáðu tillögur frá nemendum þínum. Þú gætir hitt þau á 30 mín. fjarfundi (með Teams eða Zoom) þar sem þú heyrir þeirra hugmyndir. Í Canvas gætir þú búið til umræðuþráð fyrir tillögur og sendir svo tilkynningu til nemenda þar sem þú hvetur þau til að láta heyra í sér. Ef þú ert að nota samfélagsmiðil með þeim, þá notar þú hann. Þú gætir sett upp stutta spurningakönnun í Canvas, Microsoft Forms eða Google Forms með nokkrum tillögum og opnum spurningum.
  5. Taktu saman hugmyndir nemenda, skrifaðu upp nýja kennsluskipulagið og sendu til nemenda. Þú getur að sjálfsögðu gert þetta án þess að hafa samráð við nemendur. Það er engin ein leið réttari en önnur en getur verið jákvætt að hafa nemendur með í ráðum, þá eiga þau meira í náminu og benda á þær leiðir sem þau telja bestar.
  6. Veltu fyrir mér námsmatinu á námskeiðinu, ef er námsmat sem krefst viðveru í kjötheimum þá skaltu skoða hvort sé möguleiki á að breyta því.

Gagnlegt efni

Gott blogg frá Michelle D. Miller um hvað kennarar geta gert til að svissa staðkennslu yfir í fjarkennslu. Greinin heitir: Going online in ahurry: What to do and where to start

Gott efni frá Jenae Cohn og Beth Seltzer um hvernig á að kenna á tímum glundroða. Greinin heitir: Teaching effectively during times of disruption, for SIS and PWR.

Unesco er með lista yfir gagnleg verkfæri fyrir kennara á síðu sem þeir nefna Lausnir í fjarkennslumálum. Þeir eru einnig með upplýsingasíðu um hvernig á að skipuleggja fjarkennslulausnir á meðan á tímabundinni lokun skóla stendur yfir.