Viðmið um reglur inni í Zoom kennslustofu

Kennarar og hópar geta haft mismunandi reglur. Eftir því sem hóparnir eru stærri er mikilvægara að það séu reglur og allir í kennslustofunni þekki þær og fylgi þeim.

Hér eru tillögur að reglum fyrir samskipti og notkun á forritinu á meðan á kennslustund stendur. Kennari fer væntanlega yfir reglur með nemendum sínum og lætur þá vita hvort hann vilji að þessum reglum sé fylgt eða sé með aðrar reglur.