Kennarar og hópar geta haft mismunandi reglur. Eftir því sem hóparnir eru stærri er mikilvægara að það séu reglur og allir í kennslustofunni þekki þær og fylgi þeim.
Hér eru tillögur að reglum fyrir samskipti og notkun á forritinu á meðan á kennslustund stendur. Kennari fer væntanlega yfir reglur með nemendum sínum og lætur þá vita hvort hann vilji að þessum reglum sé fylgt eða sé með aðrar reglur.
Það er mikilvægt að hafa góðan hljóðnema tengdan við tölvuna og góða vefmyndavél.
Flestar tölvur í dag eru með innbyggðan hljóðnema og margar tölvur eru með vefmyndavél.
Í mörgum tilfellum dugar vefmyndavélin en það er alltaf æskilegt að tengja hljóðnema við tölvuna. Ástæðan er að annars er hætta á að það myndist bergmál eða önnur skrítin hljóð, sem getur eyðilagt upplifun allra sem eru inni í Zoom kennslustofunni.
Sumar vefmyndavélar (sem eru tengdar við tölvuna) eru með góða hljóðnema og þá dugar að tengja slíka vél við tölvuna.
Prófaðu þig áfram með það sem þú átt, t.d. er hægt að tengja við tölvuna airplug og annað sem þú ert kannski vanur/vön að nota bara með símanum þínum.
Þegar þú kemur inn í Zoom-kennslustofuna skaltu athuga hvort er kveikt á hljóðnemanum eða slökkt. Það er mynd af hljóðnema neðst í vinstra horninu á glugganum sem kennslustofan fer fram í. Ef er strik yfir hljóðnemann er slökkt á honum, annars kveikt.
Kennarar sem bjóða þér inn í kennslustofuna stilla forritið ýmist þannig að þegar þú kemur inn á fundinn er slökkt eða kveikt á hljóðnemanum.
Ef er kveikt á hljóðnemanum skaltu slökkva á honum og eingöngu kveikja á honum meðan að þú talar.
Bakgrunnshljóð geta auðveldlega truflað það sem fer fram í kennslustofunni. Það auðveldar samskipti ef að eingöngu þeir sem eru að tala hverju sinni eru með kveikt á hljóðnemanum.
Vertu með kveikt á vefmyndavélinni á meðan á kennslustund stendur
Það er mynd af videomyndavél við hlið hljóðnemans neðst í vinstra horni gluggans þar sem Zoom kennslustundin fer fram.
Að hafa kveikt á vefmyndavélinni og það að við sjáum hvert annað gerir samskiptin í Zoom kennslustofunni persónulegri. Að sjá hvert annað eykur tilfinningu okkar fyrir að við séum þarna saman.
Ef þú vilt taka pásu eða þarft að taka hlé frá kennslustofunni, þá getur þú slökkt á henni, með því að smella á videomyndavélina neðst í vinstra horni gluggans þannig að það komi strik yfir hana.
Þegar þú kemur til baka, kveikur þú aftur á henni.
Það er hægt að rétta upp hönd í Zoom. Þegar þig langar til að tjá þig réttir þú upp hönd með fítus sem forritið býður upp á.
Þegar þú réttir upp hönd, þá birtist hönd yfir myndinni af ykkur í efra vinstra horni hennar. Kennari eða sá sem stjórnar kennslunni ætti þá að sjá það og bíður þér að tala þegar orðið er laust.
Ef þið eruð í virkilega stórum hóp eða með kennara sem er að læra á forritið, þá skaltu endilega opna fyrir hljóðnemann og láta vita að það sé nemandi sem er búinn að rétta upp hönd.
Þegar sá sem rétti upp hendina er búinn að tala ætti kennari að smella á hendina þannig að höndin fari niður. Ef kennari gerir það ekki getur þú sjálf/ur gert það.
Þegar þú vilt tala þá getur þú valið um að fara með músinni yfir hljóðnemann neðst í vinstra horninu, smella á hann og kveikja á honum.
Þú getur líka ýtt bilslánni (e. spacebar) á lyklaborðinu niður.
Bilsláin er ílangi takkinn til að gera bil og er fyrir miðju lyklaborðsins neðst.
Þegar þú ýtir bilslánni niður og heldur henni niðri þá kviknar á hljóðnemanum
Strikið yfir hljóðnemanum í vinstra horninu hverfur.
dd
Endilega nýttu þér spjallið (e. Chat) í Zoom á meðan á kennslustundinn stendur.
Þú getur opnað það með því að smella á Chat. Þá birtist það við hægri hlið kennslustofunnar, þe. festist við glugga kennslustofunnar.
Ef þú ert með Zoom kennslustofuna yfir allan skjáinn (e. full screen) þá birtist Chat-tið í sérglugga yfir litlum hluta kennslustofunnar. Þú getur dregið hann til með músinni.
Þú getur notað þennan vettvang til að skrifa inn skilaboð, spyrja spurninga og getur ýmist sent það til allra sem eru á fundinum (e. Everybody) eða valið einhvern sem er á fundinum til að senda skilaboð til.
Ferð með músina þar sem Everybody er og færð þá upp nöfn allra sem eru í kennslustofunni. Getur valið nafn og skrifað skilaboð sem fer þá bara til þess aðila.
Þú getur alltaf fengið upp lista með öllum þátttakendum.
Það gerir þú með því að velja Þátttakendur (e. Participants) neðst fyrir ca. miðju í glugganum sem kennslustofan fer fram í.
Þá færðu upp lista yfir þátttakendur sem festist við hægri hlið gluggans sem kennslustofan er í, nema ef þú ert með kennslustofuna yfir allan skjáinn (e. full screen). Þá myndi listinn yfir þátttakendur birtast í litlum sérglugga sem birtist yfir hluta kennslustofunnar. Þú getur dregið þennan glugga til með músinni.
Ef þú ert með kveikt bæði á skrifaða spjallþræðinum (e. chat) og þátttakendum (e. participants) þá birtast þeir í sama glugganum, fastir til hliðar við kennslustofuna eða yfir henni í sérglugga.