Hvernig nemendur fá boð um kennslustofuna sína í Zoom

Kennari getur boðið þér í Zoom kennslustofu á mismunandi vegu:

  • Sendir þér vefslóð (e. url) á Zoom kennslustofu
  • Sendir þér fundarauðkenni (e. meeting id) sem eru tíu tölustafir
  • Býður þér á fund í gegnum Zoom forritið (Schedule) eða Zoom plugin í Outlook (Schedule a meeting). Í báðum tilfellum verður til fundur í dagatali kennarans og fundarboð sem hann setur email nemenda sinna inn í. Nemendur fá þá sent fundarboð í gegnum netpóstinn sinn og fundinn inn í dagbókina sína. Í þessi boði fá nemendur  upplýsingar um bæði vefslóð og fundarauðkenni. Auk þess fer slíkur fundur inn í Zoom forritið ef nemendur hafa sett upp forritið í tölvunni eða símanum sínum og eru skráðir inn í það með hi-netfanginu sínu.

Þegar þú færð fundarboð frá kennara, getur þú afritað vefslóðina í vafra (Chrome, Firefox, Safari, Opera og fleiri) og komist þannig inn í kennslustofuna eða ef þú ert með Zoom forritið uppsett í tölvunni, getur þú smellt á Join meeting og afritað fundarauðkennið (meeting ID) þar inn. Ef þú fékkst sendan netpóst og fundurinn er kominn inn í dagatalið þitt þá fylgir þú þeim leiðbeiningum sem eru þar.

Sjá upptöku um hvernig maður afritar vefslóð sem maður fær senda inn í vafra og hvernig kennslustofan í Zoom birtist manni.