Setja Zoom í leiðakerfi námskeiðs í Canvas

Hér er farið í hvernig ZOOM tengill er settur inn í leiðakerfi námskeiðs

1. Þú opnar námskeiðið sem þú ætlar að nota Zoom inni í og velur Stillingar.

1_velja_stillingar

2. Þú velur Leiðarstýring sem er ofarlega fyrir miðju

2_Velja_Leidarstyringu

3. Þú skrollar niður og finnur Zoom í neðri atriðaorðalistanum. Hann geymir tengla sem sjást ekki í leiðarkerfi námskeiðsins. Það er, eru á einskonar biðsvæði.

3_skrolla_til_ad_finna_ZOOM

4. Velja ZOOM og draga upp í atriðalistann sem sést í leiðarkerfi námskeiðs.

4_velja-og-draga-upp-i-atridalistann-sem-sest-i-leidakerfi-namskeids

5. Sleppa Zoom þegar er kominn inn í atriðalistann sem sést í leiðakerfinu.

5_Dregur_Zoom-inn-i-atridalistann-sem-sest-i-leidakerfi-namskeids

6. Dregur Zoom til þar þú ert komin með það í þeirri valmyndaröð sem þú vilt að það birtist í leiðakerfi námskeiðins.

6_setur_zoom-i-tha-valmyndarod-sem-vilt-ad-birtist-i-inni-i-namskeidi

7. Þú skrollar niður og velur Vista

7_Skrolla-nidur-og-vista

8. Skoðaðu leiðakerfi námskeiðsins og fullvissaðu þig um að Zoom tengillinn sé núna sjáanlegur þar.

8_Zoom-tengill-er-kominn-i-leidarkerfi-namskeids