Senda tengil á upptöku í Zoom skýinu

Þessar leiðbeiningar miðast við að þú sért með skólaaðgang Háskóla Íslands að Zoom.


1 - Opnaðu https://zoom.us og skráðu þig inn með hi netfanginu þínu.


2 - Veldu Recordings í leiðatrénu vinstra megin.


3 - Þegar þú ert komin(n) á þá síðu veldu þá  Cloud Recordings sem er ofarlega í aðalglugganum.

Þá færðu upp lista með þeim upptökum sem þú átt á þínum aðgangi í Zoom skýinu.


4 - Smelltu á Share fyrir aftan þá upptöku sem þú ætlar að deila vefslóðinni á.

1_record-cloudRecord-Velja-SHARE

Þá kemur upp gluggi þar sem þú getur valið með hvaða stillingum þú deilir vefslóðinni á upptökuna.

5. Þú velur hvaða stillingar þú vilt nota. Verður að hafa kveikt á Share this recording og Publicity. Annað er val. Það getur verið gott að nota lykilorð, getur notað sjálfgefið eða breytt því.

6. Smellir síðan á tengil neðst til vinstri í glugganum: Copy sharing information to clipboard

2_velur-stillingar-og-Copy-sharing-information-to-clipboard

Núna þarftu að senda vefslóðina og lykilorðið (þe. ef þú ert með það) til þeirra sem eiga að sjá upptökuna.

Þú getur til dæmis opnað Outlook póstforritið, setur inn email og subject.

Inni í aðalglugganum (ef þú ert á Windows tölvu) þar sem þú skrifar oftast póstinn smellir þú á <ctrl> <v> á lyklaborðinu, þe. heldur ctrl og v niðri á sama tíma. Þá afritast vefslóðin, lykilorð og aðrar upplýsingar inn í gluggann.

Á MacOS afritar þú með því að halda <cmd> <v> niðri á sama tíma.

3_afritar-td-inn-i-email