Persónulegar prófíl stillingar í ZOOM

Yfirsýn

Hér er farið í hvar maður finnur stillingar fyrir persónulegar prófílstillingar í ZOOM og hverju þarf að breyta þar.

Ef þú ert með keyptan aðgang að Zoom, td. Education leyfi sem Háskóli Íslands er með fyrir kennara sína og starfsfólk, þá skaltu breyta prófíl-stillingunum þínum.

Þú getur einfaldað margt með því að gefa þér tíma til að breyta þessum stillingum. Getur búið til þitt eigið fundarauðkenni (e. Meeting ID) og getur verið með eigin persónulegu vefslóð.

Þegar þú býður nemendum, samstarfsfólki eða öðrum inn í rafræna kennslustofu á Netinu eða fjarfund, ertu alltaf með sömu auðkenning og sömu vefslóðina. Getur til dæmis sagt við nemendur þína að alltaf kl. 17 á mánudögum sé Zoom hittingur á ákveðinni vefslóð.

Í þínum persónulega prófíl getur þú líka sett inn mynd af þér sem birtist þegar þú ert ekki með vefmyndavélina virka, breytt birtingarmynd dagsetningar og fleira.

Hvar prófíl stillingarnar eru

Hægt er að fara í stillingarnar (e. Settings) frá mismunandi stöðum.

Valmöguleiki 1

Þú einfaldlega ferð í vafra, ferð á heimasíðu Zoom og skráir þig inn með því netfangi og lykilorði sem þú  notaðir þegar þú stofnaðir aðganginn þinn.

Þú ferð á heimasíðu Zoom og skráir þig inn þar

Valmöguleiki 2

Þú opnar Zoom forritið (e. Zoom Client) í tölvunni þinni. Smellir á Settings táknið (stýrihjól) efst í hægra horninu.

Velur Settings táknið efst í Zoom Client til hægri, mynd af stýrihjóli

Valmöguleiki 3

Þú ert inni á Zoom fundi, með Zoom glugga opinn. Ferð í gluggann neðst vinstra megin, velur þar ör upp við hægri hlið videovélarinnar. Velur þar Video Settings. Þá opnast gluggi.

Þegar þú ert kominn með gluggann þar sem stillingarnar eru velur þú Advanced Features og að lokum Edit Profile Settings

Advanced features - Edit my profile

Sjálfar prófíl stillingarnar

Hér er sýnt hvar þú setur inn mynd af þér og hvernig þú býrð til persónulegt fundar-auðkenni (e. meeting ID).

Þú færð í framhaldi af því vefslóð sem er með þessu fundar-auðkenni og getur notað hana. Þú getur einnig búið til aðra enn persónulegri vefslóð sem vísar til fundarauðkennisins.

Mælt er með að þú búir til vefslóð með vinnusímanúmerinu þínu í Háskóla Íslands (þ.e. ef þú ert með slíkt númer, annars farsímanúmerið þitt). Þetta er eitthvað sem er auðvelt að muna. Beðið er um 10 stafa númer og því byrjar þú á að setja inn númerið fyrir Ísland 354 og í framhaldi af því símanúmerið sjálft.

Til dæmis væri þá einhver sem er með símanúmerið 525 4966 með fundarauðkennið 354-525-4966. Viðkomandi fengi þá fyrir fundina sína, vefslóðina https://zoom.us/j/3545254966.

Svo til að einfalda og persónugera þá vefslóð ennfrekar er hægt að búa til aðra vefslóð sem vísar í þetta fundarauðkenni. Þar gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær, þe. ef þú vilt hafa nafnið þitt þá má enginn vera kominn með það á undan þér. Dæmi um slíka vefslóð væri https://zoom.us/my/sibba.

Skjámynd af stillingum fyrir persónulegar prófílstillingar

Á skjámyndinni hér fyrir neðan sérðu hvaða leyfi þú ert með. Ef stendur Licenced ertu með keyptan aðgang að Zoom. Ef þú hefur fengið það leyfi frá Upplýsingasviði Háskóla Íslands þá ertu með Education leyfi sem þýðir að þú getur verið með fjarfundi eða rafræna kennslustofu fyrir 300 manns. Þú sérð töluna við Capacity - Meeting - 300.

Þú getur breytt þarna í hvaða tímasvæði þú ert. Breyttu því í (GMT +0:00) Reykjavík. Er mjög mikilvægt vegna skráningar í dagbók, boðun fundar og fleira. Þú getur einnig valið að vera með 24 klukkustunda klukku og breytt birtingarmynd dagsetningar.

Þú getur einnig tengt Zoom við póstforritið þitt, t.d. Outlook og gefið Zoom leyfi til að ná í fundi sem þú ert með og birta undir Scheduled meeting í Zoom forritinu og að leyfa Zoom að sínka það fólk sem þú ert með í addressubókinni þinni.

Skjámynd af stillingum fyrir persónulegar prófílstillingar

Hér getur þú breytt lykilorðinu þínu fyrir Zoom.

Skjámynd af stillingum fyrir persónulegar prófílstillingar