Hlaða upptökum úr Zoom inn á námskeiðsvef Uglu

Upptaka um hvernig maður setur Zoom upptöku inn á námskeið. Sjá upptöku nr. 5 á vefsíðunni: https://kennslumidstod.hi.is/heimaupptokur/

Ef þú finnur ekki upptökumöppuna þá eru hér skjámyndir um hvernig þú stofnar upptökumöppu í Uglu, skráir þig inn á rec.hi.is (upptökuþjóninn okkar), hvernig þú finnur námskeiðið þitt þar og hvaða takka þú þarft að smella á til að hlaða upptökunni inn á námskeiðið.

Þegar upptakan er komin þarna inn á upptökuþjóninn þá birtist hún sjálfkrafa undir Upptökur á námskeiðsvefnum í Uglunni.

Ef þú ert að setja upptöku inn í námskeiðið í Uglu í fyrsta skipti þá þarftu að byrja á því að Stofna námskeiðsmöppu.

Það gerir þú með því að opna námskeiðið í Uglu, velja Upptökur (flipinn efst hægra megin) og að lokum smellir þú á takkann +Stofna upptökumöppu.

Opna námskeiðið í Uglu, velja þar Upptökur og síðan Stofna námskeiðsmöppu

Síðan opnar þú vafra og setur inn vefslóðina https://rec.hi.is

Þá kemur upp skráningargluggi (þe. ef þú ert ekki þegar skráð(ur) inn). Þú velur hér að skrá þig inn í það kennslukerfi sem þú vilt að upptakan fari inn á.

Hér velur þú því Ugla HÍ.

Ef þú ert þegar skráð(ur) inn getur þú smellt á nafnið þitt efst í hægra horninu og séð inn á hvaða miðlunarþjón þú ert skráð(ur). Ef er ekki réttur þjónn getur þú valið Útskrá.

2_rechiis_UglaHI_signin

Núna ertu komin(n) inn á miðlunarþjóninn með upptökunum fyrir Uglu.

Þú þarft að byrja á því að finna námskeiðið þitt. Neðst í fyrsta dálk smellir þú á Browse.

3_rechiis_browse

Í aðalglugganum opnast þá leitargluggi. Þar skrifar þú númer eða heiti námskeiðs og smellir á <ENTER>

4_rechiis_browse_skrifaheitinamskeids

Þá koma upp öll námskeið sem eiga námskeiðsmöppu á servernum sem eru undir því námskeiðsnúmeri sem þú leitaðir eftir.

Þarna þarftu að skoða heiti námskeiðanna vel og velja það sem er rétt dagsetning á, þe. það námskeið sem tilheyrir þessari önn.

Dæmið sem er hér lítur þannig út: Leitað eftir námskeiðsnúmerinu UPP110f. Það komu upp þrjú námskeið með því númeri. Í því aftasta kom fram rétt önn, þe.

Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr UPP110F2020V: Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr - UPP110F

5_rechiis_browse_namskeidlistudupp

Núna er ég komin með upptökumöppuna mína sem geymir upptökurnar sem birtast í Uglu.

Til að bæta við upptöku úr til dæmis Zoom, þarf ég að flytja þá upptöku þarna inn.

Þetta geri ég með því að smella á Create (bláan takka efst meira til hægri).

5_rechiis_create

Þá kemur fellivalmynd. Þar velur þú þriðja efsta valmöguleikann Upload media.

6_rechiis_UploadMedia