Erlend fræðslumyndbönd fyrir Zoom

Hér er að finna leiðbeiningarmyndbönd fyrir ýmislegt sem hægt er að gera með aðstoð Zoom. Þau eru öll á ensku en auðvelt er að setja á þau enskan texta. Ef þú vilt fá íslenskan texta þá er hægt að gera það einnig með því að velja litla tannhjólið neðst í hægra horninu á myndbandinu, velja þar subtitle, skruna niður og velja automatic. Þá kemur upp listi yfir tungumál og þar er hægt að velja íslensku (eða eitthvað annað).

Upplagt er að nota Zoom við fjarkennslu því það býður upp á ýmsa möguleika í kennslu þannig að kennari getur viðhaft fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hægt er að bóka fundi og webinars, skipta þátttakendum í hópa og útbúa sér herbergi til að vinna í, allt í einu og sama forritinu.

Hér eru slóðir á ýmis myndbönd sem Zoom hefur gert til kynningar og kennslu. Við höfum listað þau helstu upp en ef þú vilt skoða fleiri en hér eru nefnd þá er upplagt að fara á slóðina Zoom vefsíða og skoða úrvalið.

Við höfum skipt myndböndunum í flokka, fundi, webinars, upptökur, að deila skjánum og svo framvegis. Undir hverjum flipa eru 1 - 3 myndbönd sem eru um viðkomandi efni. Flest myndböndin eru um mínútu löng en nokkur eru lengri og eru þá yfirlit um það hvað hægt er að gera.