Zoom kennslustofa á Netinu

Forritið Zoom er hugbúnaður sem gerir kennurum kleift að búa til kennslustofu á Internetinu þar sem hægt er að eiga í rauntímasamskiptum í videomynd, tali og skrifuðum texta. Auðvelt er fyrir þátttakendur að sýna það sem er á skjánum, sýna PowerPoint skjöl og að senda skjöl og myndir, á meðan á kennslustundinni stendur.

Forritið býður upp á nokkur verkfæri sem henta vel til háskólakennslu. Kosturinn við forritið er að það er tæknilega frekar einfalt. Reynsla kennara af kerfinu er góð þar sem nemendur eru fljótir að tileinka sér notkun þess og tæknileg vandamál eru sjaldgæf. Hægt er að mæta í kennslustofu á netinu frá tölvu eða snjalltæki.

Í ókeypis aðgangi að forritinu er hægt að vera með 100 manna fundi í hámark 40 mínútur pr. fund. Aðgangurinn leyfir ótakmarkað marga fundi og upptökur sem vistast á tölvu.

Kennarar við Háskóla Íslands geta fengið Education leyfi frá Upplýsingatæknisviði Háskólans. Það þýðir að kennarar geta boðið upp á kennslustofu í Zoom með allt að 300 nemendum í ótakmarkaðar margar mínútur. Val er um að nota Zoom skýið fyrir 500 mb upptökur úr kennslustofum eða vista þær á tölvu.