Rafrænar leiðir til endurgjafar

Rafrænar leiðir til endurgjafar eru fjölmargar og margar hverjar byggðar inn í námsumsjónakerfi. Þannig er t.d. með endurgjöf í Moodle og Turnitin. Þar má lesa inn athugasemdir í formi hljóðskrár, búa til athugasemdabanka o.fl.

Enda þótt endurgjöf sé mikilvæg fyrir nemendur er ekki síður mikilvægt að kennari viti hvernig nemendur standa og geta þannig hagað yfirferð á námsefni eftir því hversu vel nemendum gegnur að meðtaka það. Góðar leiðir til að virkja nemendur í námi og athuga getu þeirra er að nota Socrative.com, Kahoot.com og Mentimeter.com. Þetta eru allt leiðir sem efla gagnvirkni í tímum og auka á þátttöku nemenda.

Mynd: Kristinn Ingvarsson