Endurgjöf í stórum hópum

Endurgjöf í stórum hópum getur verið vandasöm þar sem erfitt er að gefa hverjum og einum nemanda einstaklingsmiðaða endurgjöf eins og æskilegt er til að þeir læri af því. Hér til hliðar eru reifaðar nokkrar leiðir sem reynst hafa vel til endurgjafar almennt, ekki síst í stórum hópum. Guðrún Geirsdóttir dósent á MVS og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar hefur tekið þessar endurgjafaleiðir saman í bæklingi sem nálgast má hér neðar.

Það dregur enginn dul á að það getur verið erfitt og tímafrekt að finna leiðir til að gefa nemendum í stórum hópum endurgjöf. Það er því mikilvægt að sá tími sem kennarar nýta til þess skili sér í betra námi. Háskólinn í Reading hefur útbúið gátlista til að aðstoða kennara við að meta hversu vel þeim gengur að huga að endurgjöf í námskeiðum sínum. Gátlistinn er hluti af gæðamatsúttektum skólan en nýtist vel til að líta í eigin barm og skoða hversu vel gengur með endurgjöfina.

Grein um endurgjöf í stórum hópum er að finna undir tenglinum Gögn/Efni úgefið af Kennslumiðstöð tengill:

Mynd: Kristinn Ingvarsson