Bekkjarskýrsla

Aðferð svipuð 24 tíma nálguninni kemur frá Race, Brown og Smith (2005) en hún felst í því að strax í næsta tíma eftir skil á verkefni gefur kennari nemendahópi skýrslu yfir almenna frammistöðu nemenda – hvað gekk vel – hver virðast helstu vandamálin í lausn verkefnis og hvernig mætti leysa þau.

Mynd: Kristinn Ingvarsson

Kostir þessarar aðferðar er að nemendahópurinn er líklega enn með verkefnið í huga og getur tengt það við athugasemdir kennara. Þannig geta þeir því sem næst strax brugðist við og lært af endurgjöfinni.

Heimild:
Race, P., Brown, S. og Smith, P. (2005). 500 Tips on Assessment(2. útgáfa), London: Routledge.