Endurgjöf

Endurgjöf er sá þáttur sem hefur mest áhrif á nám nemenda, en jafnframt sá þáttur sem kemur hvað verst út þegar viðhorf nemenda til gæða háskólanáms eru könnuð.

Lykilatriði í endurgjöf eru að samtal milli nemenda og kennara eigi sér stað, að nemendur skilji endurgjöfina og hún komi fljótt og tímanlega til að nemendur geti lært af henni.

Endurgjöf getur verið bæði hluti af lokamati og leiðsagnarmati.