Vantar þig stuðning?

Kennslumiðstöð býður fræðasviðum, deildum og námsleiðum upp á sérsniðin námskeið og kennurum upp á stuðning varðandi kennslufræðileg málefni.

Nám fyrir háskólakennara

Umsóknarfrestur til 15. apríl fyrir háskólakennara til að skrá sig í 30 eininga viðbótardiplóma í Kennslufræði háskóla.

Virkar námsaðferðir

Juan Pablo Mora er með málstofu 30. apríl, kl. 10-12, um hvernig eigi að hvetja nemendur til að nota ný verkfæri og virkar námsaðferðir.

Styrkur til kennsluþróunar

Umsóknarfrestur er til 4. maí 2020 fyrir kennara Háskóla Íslands sem vilja sækja um kennsluafslátt til kennsluþróunar.

Erasmus+ styrkir fyrir kennara

Umsóknarfrestur til 15. maí fyrir ferðir sem á að fara á tímabilinu júlí 2020 til og með september 2021.

Óskum eftir greinum

Óskað eftir greinum frá háskólakennurum um kennsluþróun í Tímarit Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands.

Stuðningur við kennara

Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið bjóða kennurum upp á aðstoð og stuðning vegna þeirra breytinga sem þarf að gera á kennslu og námsmati vegna COVID-19 veirunnar.

Upptökur á fyrirlestrum

Leiðbeiningar fyrir upptökur á fyrirlestrum og frágang. Skoðum hvernig hægt er að taka upp einfalda fyrirlestra án þess að vera endilega með bestu aðstæður eða tæki til þess. Nýtt efni bætist við á hverjum degi.

Fjarfundir og netspjall

Upplýsingar um hvaða forrit er hægt að nota fyrir umræður í rauntíma og spjall á Internetinu. Leiðbeiningar fyrir forritin. Ábendingar, tenglar og nýtt efni bætist við hér daglega.

Þjónusta við Ponopto fyrir kennara

Panopto er upptökuforrit og tölvuþjónn þar sem eru hýstar allar upptökur sem notaðar eru á námskeiðum Háskóla Íslands. Auðvelt er að nota það til að taka upp fyrirlestra, bæði í kennslustofum og í tölvum kennara. Það býður upp á að streyma fyrirlestrum í rauntíma en ekki neina gagnvirkni.

Panopto á að vera uppsett í öllum kennslustofum Háskóla Íslands. Kennarar með hi-netföng geta auk þess náð í forritið og sett upp í eigin tölvum.

Upplýsingatæknisvið og Kennslusvið sjá um að þjónusta og kenna á forritið. Sendið fyrirspurnir og beiðnir varðandi fræðslu og aðstoð í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs.

Ef kennarar lenda í vandræðum með Panopto í kennslustofum geta þeir hringt í hjálparsíma 525-5550, sem er hjá Upplýsingatæknisviði.

Leiðbeiningar eru á síðunni: http://uts.hi.is/panopto_fyrir_kennara

Fjarkennsla

Upplýsingar fyrir kennara um ýmislegt sem gott er að huga að þegar er verið að breyta kennsluháttum úr hefðbundinni staðkennslu yfir í fjarkennslu.

Spurt og svarað

Við erum að setja inn þær spurningar sem berast Kennslusviði vegna þeirra breytinga sem kennarar þurfa að gera á kennslunni sinni vegna tímabundinnar lokunar skólans frá og með 16. mars 2020.

Viltu bóka hljóðklefa?

Kennarar Háskóla Íslands geta bókað hljóðklefa, með eða án aðstoðar, í Setbergi þar sem þeir geta tekið upp fyrirlestra.

Stuðningur við notkun ZOOM fyrir kennara

Hægt er að nota Zoom í ókeypis aðgangi fyrir 40 mínútna fjarfundi. Ef kennarar í Háskóla Íslands þurfa lengri tíma geta þeir fengið keyptan HÍ aðgang tengdan við netfangið sitt. Beiðni um þann aðgang þarf að senda til Þjónustugáttar Upplýsingatæknisviðs.

Upplýsingar um stuðning, leiðbeiningar um hvernig stofnaður er aðgangur, stillingar í Zoom og fleira eru á vefslóðinni: https://kennslumidstod.hi.is/fraedsluefni/fjarfundir-og-netspjall/zoom/. Verið er að vinna meira efni og fer það inn reglulega.

Viðburðir og nám

Kennslusvið, Kennslumiðstöð, Prófaskrifstofa og Miðstöð framhaldsnáms bjóða kennurum og doktorsnemum upp á námskeið, málstofur, vinnustofur og aðra viðburði.

Nám fyrir háskólakennara

Kennslumiðstöð í samstarfi við Menntavísindasvið býður háskólakennurum upp á 30 eininga viðbótardiplóma í Kennslufræði háskóla.

Styrkir til kennara

Kennarar í Háskóla Íslands geta sótt um styrki í nokkra sjóði til ýmissa verkefna tengdum eigin kennsluþróun og feira.

Þjónusta við kennara vegna námsumsjónarkerfisins CANVAS

Upplýsingatæknisvið og Kennslusvið þjónusta  og leiðbeina kennurum varðandi hvernig þeir nota námsumsjónarkerfið CANVAS. Kennarar geta sent fyrirspurnir og beiðnir um aðstoð í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs.

Allir kennarar Háskóla Íslands fá aðgang að CANVAS frá og með 16. mars 2020. Gert er ráð fyrir að kennarar seti námskeiðin, sem þeir eru að fara að kenna haustið 2020, upp í kerfinu í mars til maí. Upplýsingar um innleiðingu kerfisins og tenglar á leiðbeiningar eru á http://canvas.hi.is/.

Grunnþjálfun á Canvas fer fram vorið 2020 á öllum fræðasviðum Háskólans. Opnar vinnustofur eru í Setbergi (Suðurbergi, 3. hæð) alla mánudaga og föstudaga kl. 13-16. Sjá yfirlit um þjálfun og kennslu á Canvas.

UIcelandX

Kennarar geta sótt um að búa til UIcelandX námskeið sem eru framlag Háskóla Íslands til Mooc námskeiða á veitunni edX.

Tímaritið okkar

Tímarit Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands fjallar um háskólakennslu. Það er gefið út í prentuðu formi. Frá og með árinu 2019 var það einnig gefið út rafrænt í opnum aðgangi.

Kennslutengt efni

Kennslumiðstöð er með Padlet þar sem hefur safnast saman margvíslegt efni sem kennarar geta mögulega nýtt sér.

Stuðningur fyrir kennara vegna Turnitin Feedback Studio

Kennarar Háskóla Íslands hafa aðgang að Turnitin Feedback Studio í gegnum námsumsjónarkerfin Canvas LMS og Moodle. Þeir geta líka fengið aðgang í gegnum Turnitin.com. Leiðbeiningar eru á vefsíðunni https://turnitin.hi.is. Kennarar Háskólans geta fengið kennslu og aðstoð frá Sigurbjörgu á Kennslumiðstöð í síma 525 4966 eða sigurbjorg@hi.is.