Ferilmappa (e. portfolio) getur verið allt í senn kennsluaðferð, námsmat og samskiptaform. Sem kennsluaðferð er hægt að útfæra hana á margskonar hátt t.d. með því að setja saman laus blöð, myndir, ritgerðir, verkefni og fleira en hún getur einnig verið rafræn (e. e-Portfolio).

Ef nota á ferilmöppu við námsmat þurfa hæfniviðmið að vera ljós og vel skilgreind.

Háskóli Íslands er með svæði fyrir vefsíður starfsmanna og eru kennarar hvattir til að setja upp ferilskrár/möppur. Sumir kjósa að setja efnið upp á svæði ótengt skólanum og er hægt að velja milli ýmissa aðila er bjóða upp á ókeypis vefsvæði. Vefsíður starfsmanna eru ekki ferilmöppur í hinum klassíska skilningi um kennsluferilmöppur en þetta er þó einn angi af slíku.

Hér eru dæmi um tvær vefsíður sem eru mjög yfirgripsmiklar og geta fallið undir ferilmöppur. Fyrst er það vefsíða Ástu Bryndísar Schram lektors og kennsluþróunarstjóra á HVS: Ásta Bryndís og síðan er það vefsíða Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors í Íslensku- og menningardeild við HVS. Síðurnar birta feril þeirra sem kennara og rannsakenda.

Á undirsíðunum hér til hliðar er fjallað nánar um kennsluferilmöppu (e.teaching portfolio) og ferilmöppur sem notaðar eru við kennslu sem hluta af námsmati.

Í dag kjósa margir að gera ferilmöppur á síðum sem ekki tengjast háskólum, er það m.a. til þess að eiga efnið á einum stað þó viðkomandi skipti um starf. Á þessum síðum er einnig hægt að kaupa aðgang og fá þá lýsandi nafn á verkið. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi frá mismunandi vefsíðum sem starfsmenn Kennslumiðstöðvar hafa gert.

Mjög einföld síða gerð í forritinu Wix

Aðeins flóknari síða einnig gerð í Wix

Þriðja síðan gerð með Wix

Síða gerð í Weebly

Síða gerð með Google Sites

 

padlet fyrir portfolio: https://padlet.com/kennslumidstod/Portfolio