ExpiredVendikennsla – vinnustofa

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 24/02/2017 - 27/02/2017
    13:00 - 16:00

Stund: 23. febr. kl. 13:00-16:00
Staður: Kennslumiðstöð Aragötu 9

Vendikennsla er kennsluform sem verið hefur að ryðja sér til rúms víða og hefur m.a. verið notað við Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið með góðum árangri. Vendikennsla gengur út á það að snúa við kennslunni, kenna nemendum heima með fyrirlestrum sem kennari tekur upp og nota kennslustundir í vinnu nemenda. Nemendur koma undirbúnir í kennslustund og vinna með námsefnið í kennslustund og hafa þar aðgang að kennara sem styður við nám nemendanna á meðan þeir vinna að því.

Kennslumiðstöð HÍ heldur vinnustofu um vendikennslu fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13:00-16:00. Þar gefst kennurum tækifæri til að kynnast þessu formi kennslu og vinna að því út frá sínu eigin námskeiði. Kennarar eru beðnir um að koma með hugmynd að viðfangsefni úr námskeiðum sínum, t.d. fyrirlestur um ákveðið efni.
Vinnustofan er þríþætt:

  • Hvað er vendikennsla? Kennarar kynnast hugmyndafræði vendikennslu og formi sem frekari vinna þeirra í vinnustofunni er síðan byggð á.
  • Hvað gera kennarar með nemendum í kennslustundum þegar búið er að halda fyrirlesturinn? Kennarar vinna að hugmyndum um verkefni sem henta nemendum þeirra.
  • Upptökur – hvernig tökum við upp og hvað ber að hafa í huga þegar taka á upp námsefni í vendikennslu? Kennarar læra á upptökukerfi og taka upp sjálfir.

Hæfniviðmið
Að vinnustofu lokinni geta þátttakendur:

  • Áttað sig á hvort vendikennsla hentar þeim í kennslu.
  • Nýtt sér vendikennslu í kennslu.
  • Tekið upp kennslu og sett á námskeiðsvef.
  • Útbúið verkefni sem hentar í kennslustundum og haldið nemendum virkum.

Stefna Háskóla Íslands
Stefna Háskóla Íslands 2016-2021 leggur ríka áherslu á gæði kennslu og virkni nemenda í námi.

Fyrir hvern?
Vinnustofa um vendikennslu er fyrir kennara.