ExpiredUmræðufundur stjórnenda HÍ um gæðaviðmið í kennslu – þri. 10. okt.

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 10/10/2017
    09:00 - 11:00

Þriðjudaginn 10. október kl. 9:00 -11:00 er boðað til umræðufundar stjórnenda í Háskóla Íslands þar sem Denise Chalmers mun gera grein fyrir innleiðingu gæðaviðmiða í kennslu á háskólastigi, kostum þeirra og áskorunum. Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarektor kennslu og þróunar leiðir umræðu um slík viðmið, sérstaklega með hliðsjón af stefnu Háskóla Íslands HÍ21 og nýlegri úttekt á matskerfi opinberu háskólanna.

Denise Chalmers hefur verið áhrifamikil á sviði kennsluþróunar í háskólum og hlaut m.a. OLT National Senior Teaching Fellowship árið 2015 fyrir störf sín við gerð viðmiða um gæðakennslu, The Australian Teaching Criteria and Standards Framework (sjá hér: http://uniteachingcriteria.edu.au/framework/about/). Hún hefur starfað með háskólum víða um heim að innleiðingu viðmiða um gæðakennslu og rannsóknir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *