ExpiredSpjaldtölva – vinnutæki kennarans, vinnustofa

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 15/06/2016
    10:00 - 12:00

Staður: Fundarherbergi Kennslumiðstöð Aragötu 9
Stund: 15. júní 2016 kl. 10-12
Kennari: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir

Lýsing viðburðar:
Í vinnustofunni verður farið yfir grunnstillingar og virkni tölvunnar. Kynnt verða ýmis smáforrit sem henta vel til skipulagningar, efnisvinnslu og miðlunar.

Almennur texti um viðburðinn.
Spjaldtölvur henta mjög vel sem vinnutæki fyrir kennara, hvort sem er til skipulagningar, efnisvinnslu eða skráninga. Mikill fjöldi smáforrita eru á markaðinum í dag á námskeiðinu verður lögð áhersla á forrit sem eru ókeypis og hafa reynst kennurum vel við sína vinnu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með eigin spjaldtölvur á vinnustofuna.

Hæfniviðmið:
Að námskeiði loknu geta þátttakendur:

  • nýtt spjaldtölvur á fjölbreyttan hátt við vinnu.
  • skipulagt kennslu og verkefni með spjaldtölvu.
  • valið smáforrit sem henta þeirra þörfum.
  • sótt smáforrit í vefverslanir.

Stefna Háskóla Íslands:
Í stefnu Háskóla Íslands 2016-2021 er lögð áhersla á þróun kennsluhátta, nýsköpun í kennslu, aukna skuldbindingu nemenda við nám sitt og upptökur. Jafnframt er þar hvatt til starfsþróunar og endurmenntunar starfsmanna.

Fyrir hverja?
Kennara og aðra starfsmenn HÍ.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *