ExpiredMoodle menntabúðir

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 03/11/2016
    13:00 - 15:00

Hvar? HT-300, Háskólatorg 3. hæð.
Kennarar? Kennarar af öllum skólastigum munu kynna notkun Moodle í skólasamfélaginu.

Haldnar verða Moodle menntabúðir (e. EduCamp/Edcamp), fimmtudaginn 3. nóvember, kl. 13:00-15:00. Menntabúðir er nýstárleg aðferð til starfsþróunar sem hefur verið aðlöguð að okkar aðstæðum. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum.

Menntabúðunum er skipt upp í tvo hluta og í hvorum hluta eru nokkrar stöðvar settar upp með mismunandi kynningum, þar sem kennarar kynna í stuttu máli sitt efni (ca. 10-15 mín.), svara spurningum og spjalla við þátttakendur. Í sumum tilvikum fer kynningin fram tvisvar, það fer eftir þátttakendum. Aðrir þátttakendur ganga á milli stöðva og taka þátt með því að spyrja spurninga og spjalla.

Nánari dagskrá verður kynnt síðar.

Ef þú ætlar að vera með kynningu vinsamlegast skráðu hana á eftirfarandi slóð: http://goo.gl/forms/W8X90figsBpRXtrW2