ExpiredLoksins aftur kennslukaffi á Aragötunni

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 28/02/2018
    15:00 - 16:30

Stund: mið. 28. febr. kl. 15:00-16:30
Staður: Kennslumiðstöð HÍ, Aragötu 9

Skráning er á heimasíðu Kennslmiðstöðvar, www.kemst.hi.is

Heil og sæl.

Það hefur margt á dagana drifið frá því við buðum síðast til kennslukaffis á Aragötunni. Búið er að taka húsnæðið í gegn, endurhanna heimasíðuna og gefa út Tímarit Kennslumiðstöðvar 2017.

En meira kemur til – okkur liggur mikið á hjarta varðandi gæðamál í kennslu, endurskoðun matskerfis og þess að gera kennslu hærra undir höfði við Háskóla Íslands. Það er því sannarlega tilefni til að bjóða ykkur í kennslukaffi miðvikudaginn 28. febrúar kl. 15:00-16:30, til að ræða um gæði kennslu og hvað okkur sýnist með það.

Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *