ExpiredKennslukaffi – Útgáfuhóf Tímarits Kennslumiðstöðvar

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 09/02/2017
    15:00 - 16:00

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands heldur kennslukaffispjall einu sinni í mánuði. Kennslukaffi er vettvangur fyrir kennara til að ræða saman um kennslu og kennslumál þvert á fræðasvið og deildir. Kaffistundirnar okkar hafa verið dýrmætar, þar gefst kennurum tækifæri til að deila reynslu og hlusta á aðra, fá ráð og yfir höfuð skapa samfélag um kennslu og kennslutengd málefni í háskólanum. Fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15:00-16:00 hittumst við í stofunni á Aragötu 9 og ræðum saman.

Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að nýútkomnu Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands og því efni sem þar er til umræðu. Við bjóðum upp á tertu í tilefni af útgáafunni. Tímaritið má nálgast á heimasíðu Kennslumiðstöðvar.

Fyrir hvern?
Kennslukaffi er fyrir kennara Háskóla Íslands.