ExpiredJólakennslukaffi – Eiríkur Rögnvaldsson

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 07/12/2016
    15:00 - 16:00

Stund: mið. 7. des., kl. 15:00-16:00
Staður: Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, Aragötu 9

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands hlaut kennsluviðurkenningu Háskóla Íslands 2016 fyrir lofsvert framlag til kennslu við skólann. Í umsögn valnefndar segir m.a. Eiríkur hefur kennt við skólann í 35 ár og er afar vinsæll og vel látinn kennari. Hann hefur alla tíð verið meðal framsæknustu kennara Háskóla Íslands og hefur haft forystu í sinni deild og á Hugvísindasviði um þróun nýjunga í kennsluháttum, m.a. í fjarkennslu, vendikennslu og notkun veffyrirlestra í kennslustundum. Hann hefur verið ötull að miðla reynslu sinni til annarra og lagt þannig sitt af mörkum til breytinga á kennsluháttum.

Eiríkur heldur erindi um kennslusýn sína og áherslur í kennslu á jólakennslukaffi Kennslumiðstöðvar miðvikudaginn 7. desember kl. 15:00-16:00, að Aragötu 9. Við bjóðum alla velkomna að hlýða á erindið, spjalla og njóta veitinga.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *