ExpiredFRESTAÐ * Er námskeiðið þitt í lagi? Námskrárgerð sem stuðningur við sjálfsmat deilda.

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 22/03/2018
    08:30 - 11:30

FRESTAÐ VEGNA LÍTILLAR ÞÁTTTÖKU

Skráning er á heimasíðu Kennslumiðstöðvar, www.kemst.hi.is

Þessi misserin fer fram sjálfsmat deilda Háskóla Íslands, QEF2. Að þessu sinni er áherslan á námskrárgerð og námsmiðaða sýn. Einn lykilþáttur námskrárgerðar er skilgreining hæfniviðmiða og notkun þeirra í skipulagi námskeiða. Kennslumiðstöð HÍ styður við deildir í sjálfsmati með því að bjóða vinnustofu um námskrárgerð þar sem hún er skoðuð frá hæfniviðmiðum einstakra námskeiða til lokaviðmiða námsleiða.

Í vinnustofunni verður fjallað um tengsl hæfniviðmiða, kennsluhátta og námsmats. Þátttakendur vinna með námskeið sín. Vinnustofan nýtist bæði einstaka kennurum og kennarahópum eða deildum sem eru að undirbúa sjálfsmat.

Hæfniviðmið:
Við lok vinnustofu geta þátttakendur:

  • Skilgreint hæfniviðmið fyrir námskeið sín
  • Tengi verkefni og námsmat settum hæfniviðmiðum
  • Tekið þátt í samræmdri námsgrárgerð námsleiða (hrísltöflugerð)
  • Nýtt hæfniviðmið til að efla gæði náms og kennslu

Fyrir hvern:
Vinnustofan er ætluð háskólakennurum og deildarforsetum og öðrum þeim er bera ábyrgð á gæðum náms og kennslu. Vinnustofan er haldin í samvinnu við Félagsvísindasvið HÍ.

Frekari fróðleikur:
Upplýsingar um frekari stuðning Kennslumiðstöðvar við sjálfsmat deilda er að finna á heimasíðu hennar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *