ExpiredHvað gerir þú til að stuðla að jafnrétti í kennslu? – Menntabúðir á Hugvísindasviði

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 24/04/2017
    13:30 - 15:30

Stund: mán. 24. apríl, kl. 13:30-15:30
Staður: Háskólatorg

Skráning fer fram á heimasíðu Kennslumiðstöðvar til 19. apríl.

Menntabúðir um jafnrétti í  kennslu verða haldnar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands mánudaginn 24. apríl kl. 13:30-15:30 á Háskólatorgi. Hvað er jafnrétti í kennslu? Hefur aldur eitthvað með það að gera, þjóðerni, kyn, lesefni, aðgengi, skipulag? Hvernig stuðla ég að jafnrétti í kennslu? Hvað er og hvernig hjálpar jafnréttisgátlisti í kennslu?

Menntabúðir eru form jafningjafræðslu, þar hittast kennarar og deila þekkingu sinni og reynslu, spyrja spurninga, segja frá áskorunum sem þeir takast á við og veita lausnir fyrir aðra. Menntabúðir eru jafningjafræðsluform þar sem fólk fer á milli borða, leitar lausna og veitir lausnir.

Stefna Háskóla Íslands 2016-2021:

Háskóli Íslands leggur áherslu á kennslu í nýrri stefnu sinni – metnaðarfulla kennsluþróun í öllum deildum og fræðasviðum skólans. Mikilvægt er að kennarar og deildir finni sig eiga hlut í þeirri þróun þar sem byggt er á þörfum, sérstöðu og reynslu hvers og eins. Þannig hlúum viða að grasrót kennsluþróunar á hverju fræðasviði – í hverri deild.

 

Fyrir hvern?

Menntabúðirnar eru fyrir alla kennara á Hugvísindasviði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *