ExpiredAðalfundur Samtaka um kennsluþróun í háskólum á Íslandi

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 06/06/2019
    14:30 - 16:00
Stund: fim. 6. júní, kl. 14:30-16:00
Staður: Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, Aragötu 9, Reykjavík
Aðalfundur Samtaka um kennsluþróun í háskólum á Íslandi verður haldinn 6. júní k. 14:30 – 16:00 í húsnæði Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, Aragötu 9.
Samtökin voru stofnað 24. nóvember 2015. Stofnmeðlimir eru vel á þriðja tuginn og frá öllum háskólum á Íslandi. Tilgangur samtakanna er að stuðla að þróun kennsluhátta í háskólum á Íslandi og efla samstarf og samskipti þeirra sem starfa að kennsluþróun á háskólastigi. Þessu hyggjast samtökin ná fram með því m.a. að efla faglega umræðu um kennsluþróun í íslenskum háskólum, efla rannsóknir á sviði kennsluþróunar á háskólastigi, styrkja samvinnu þeirra aðila sem vinna að kennsluþróun á háskólastigi og taka virkan þátt í umræðu um kennsluþróun á háskólastigi á alþjóðavísu.
Stjórn samtakanna mynda Guðrún Geirsdóttir HÍ, formaður, Auðbjörg Björnsdóttir HA, Jón Freyr Jóhannsson HB, Ingibjörg Þórisdóttir LHÍ og Ásrún Matthíasdóttir HR.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Starfsáætlun til árs og langtíma stefnumörkun
5. Lagabreytingar
6. Ákvörðun félagsgjalds
7. Kosning stjórnar
8. Önnur mál
Stjórn hvetur ykkur félagsmenn til að mæta og endilega sendið fundarboð áfram á þá sem þið teljið eiga erindi í þessi samtök.
Með kærri kveðju
Stjórnin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *