ExpiredABC vinnustofa um námshönnun fyrir kennsluþróunarstjóra

We're sorry, but all tickets sales have ended because the event is expired.
  • 27/09/2019
    10:00 - 12:00

Vinnustofa ABC fyrir kennsluþróunarstjóra
Föstudaginn 27. september kl. 10-12
Staður: Setberg- hús kennslunnar
Kennarar:
Nataša Perović, Digital Education Advisor (SLMS) UCL
Dr Clive P L Young, Advisory Team Leader, Digital Education,UCL

Vinnustofan er ætluð þeim sem leiða kennsluþróun og endurskoðun námskeiða í háskólum. Vinnustofan er með svipuðu sniði og sú fyrri (þátttakendur vinna t.d. með kennslufræðileg námskeið) utan að reiknað er með meiri umræðum um aðferðir og leiðir. Markmið vinnustofunnar er að kennsluþróunarstjórar geti sjálfir stýrt slíkum vinnustofum á eigin vettvangi. Að lokinni vinnustofu munu leiðbeinendur gefa kost á umræðum um næstu skref t.d. þýðingu námsgagna á íslensku.

Um ABC vinnustofuna

Hvernig er hægt að aðstoða tímabundna háskólakennara sem þurfa að endurskipuleggja námskeið með notkun upplýsingatækni eða fjarkennslu í huga? Starfsmenn kennslumiðstöðvar University Collega í London skapað aðferð/verkfæri, ABC LD (learning design) sem tekin hefur upp við ýmsa evrópska háskóla. ABC er 90 mínútna vinnustofa þar sem háskólakennarar vinna saman í litlum hópum við að búa til sjónrænt yfirlit (storybord) yfir námskeiðin sín og þær aðferðir sem þeir telja vænlegastar til að ná hæfniviðmiðum námskeiðs. ABC aðferðin er sérlega gagnleg þegar verið er færa staðbundna kennslu í fjarnámsform eða þegar verið er að innleiða rafræna kennsluhætti. Aðferðina má jafnframt nýta almennt í námskeiðshönnun, kennsluþróun og endurskoðun námskeiða.

Fyrir frekari upplýsingar sjá: ABC LD blog https://blogs.ucl.ac.uk/abc-ld/ og fyrir Erasmus+ project verkefni: https://abc-ld.org/ , twitter https://twitter.com/ABC_LD

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *