ABC vinnustofa um námshönnun fyrir háskólakennara

Free TicketOnline event registration and ticketing powered by Event Espresso

  • September 26, 2019
    10:00 am - 12:00 pm

Vinnustofa ABC fyrir háskólakennara
Fimmtudaginn 26. september kl. 10-12
Staður: Setberg- hús kennslunnar
Kennarar:
Nataša Perović, Digital Education Advisor (SLMS) UCL
Dr Clive P L Young, Advisory Team Leader, Digital Education,UCL

 

Á vinnustofunni vinna kennarar í 2-3 manna hópum með námskeið sín þó þannig að hvert “borð” (hópur) vinnur með námskeið eins þátttakanda en ekki endilega eigið námskeið. Við sem föllum undir hatt kennsluþróara (sem munum væntanlega sjá um að halda svona vinnustofur í framtíðinni) verðum einnig með í hlutverki almennra þátttakenda og sjáum þannig vinnustofuna í verki.

Þátttaka takmarkast við 35.

Um ABC vinnustofuna

Hvernig er hægt að aðstoða tímabundna háskólakennara sem þurfa að endurskipuleggja námskeið með notkun upplýsingatækni eða fjarkennslu í huga? Við University Collega í London hafa starfsmenn kennslumiðstöðvar skapað aðferð, ABC LD (learning design) sem tekin hefur upp við ýmsa evrópska háskóla. ABC er 90 mínútna vinnustofa þar sem háskólakennarar vinna saman í litlum hópum við að búa til sjónrænt yfirlit (storybord) yfir námskeiðin sín og þær aðferðir sem þeir telja vænlegastar til að ná hæfniviðmiðum námskeiðs. ABC aðferðin er sérlega gagnlegt þegar verið er færa staðbundna kennslu í fjarnámsform eða þegar verið er að innleiða rafræna kennsluhætti. Aðferðina má jafnframt nýta almennt í námskeiðshönnun, kennsluþróun og endurskoðun námskeiða.

Fyrir frekari upplýsingar sjá: ABC LD blog https://blogs.ucl.ac.uk/abc-ld/ og fyrir Erasmus+ project verkefni: https://abc-ld.org/ , twitter https://twitter.com/ABC_LD

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *