Munnleg próf

Munnleg próf eru ekki ný af nálinni, heldur líklega elsta form námsmats og voru ráðandi a.m.k fram á 18. öldina. Munnleg próf eru af ýmsum toga: Kynningar (e. presentations) hvort heldur þær eru í kennslustund eða standa sjálfstæðar; yfirheyrslur (e. interrogations) þar sem nemandi er spurður út úr um þekkingu sína; og tilfellapróf (e. applications) s.s. í hjúkrunar- eða læknisfræði …