Reglur í námskeiði

Við höfum oft óljósar hugmyndir um hvernig við viljum að nám fari fram í námskeiðum okkar. Við höfum e.t.v. ekki gert okkur þær fyllilega ljósar fyrr en einhver brýtur þær. Það er góð leið að setjast niður og reyna að átta sig á því hvort að einhverjar reglur gildi í námskeiðinu. Vil ég t.a.m. benda nemendum á hver ábyrgð þeirra …

Lesefni í námskeiði

Það er skemmtilegt og gagnlegt að velta  því fyrir sér hvers vegna maður valdi kennslubók námskeiðsins en ekki aðra, þetta lesefni – greinar, netsíður og vídeó – margmiðlunarefni. Það er mjög gagnlegt fyrir nemendur að vita hvers vegna kennarinn valdi námsefnið og því gott að segja þeim af því strax í fyrstu kennslustund. Það segir nemendum mikið um hvaða nálgun …

Kennslusýn kennara

Nátengd reglum og stefnu námskeiðs er kennslusýn kennara eða starfskenning. Við könnumst líklega flest við að það hvað það gat tekið okkur langan tíma að finna út úr því hverjar áherslur kennara voru í eigin námi, „læra á kennarann“, og oftast þurftum við að taka próf til að finna endanlega út úr því. Þetta er óþarfa vinna og óvissa og …

Hæfniviðmið

Hæfniviðmið mæla þá lágmarkshæfni sem nemendur þurfa að búa yfir til að geta lokið námskeiði. Mikilvægt er að kynna hæfniviðið (learning outcomes) námskeiða fyrir nemendum við upphaf námskeiðs og benda þeim á notkun þeirra. Hér ber að hafa í huga tengsl hæfniviðmiða, kennslu – verkefna, og námsmats. Hæfniviðmið ná yfir kjarna námskeiðs og nemendur sem ljúka námskeiðinu hafa náð kjarna …

Einkunnir og námsvenjur

Hvað stendur að baki einkunn? Eru til einkunnaskalar sem farið er eftir í deild eða á fræðasviði? Liggja matskvarðar til grundvallar einkunn og ef svo, hvernig líta þeir út? Það hjálpar nemendum að bæta sig ef þeir vita hvað stendur að baki einkunn – vita hvað þeir gerðu ekki og hvað þeir gerðu vel. Það auðveldar einnig kennara að hafa …