Munnleg próf

Munnleg próf eru ekki ný af nálinni, heldur líklega elsta form námsmats og voru ráðandi a.m.k fram á 18. öldina. Munnleg próf eru af ýmsum toga: Kynningar (e. presentations) hvort heldur þær eru í kennslustund eða standa sjálfstæðar; yfirheyrslur (e. interrogations) þar sem nemandi er spurður út úr um þekkingu sína; og tilfellapróf (e. applications) s.s. í hjúkrunar- eða læknisfræði …

Sjálfsmat nemenda

Til að endurgjöf nýtist er mikilvægt að nemendur læri að nýta sér hana til gagns og kennarar geta stuðlað að þess konar læsi nemenda á ýmsan máta. Við í Kennslumiðstöð vísum gjarnan í rannsóknir þeirra Black og Williams sem sýna að endurgjöf án einkunnar er meiri námshvati en bæði einkunn ein og einkunn með athugasemdum. Ein leið sem höfundur hefur …

Púslaðferðin reynist vel við að virkja nemendur

Bandaríski félagssálfræðingurinn Elliot Aronson er frumkvöðull púslaðferðarinnar. Hún var framlag hans inn í félagslegar aðstæður 8. áratugarins í Bandaríkjunum í kjölfar ákvörðunar um háskóla án aðgreiningar. Púslaðferðin var sett til höfuðs aðskilnaði, óvild og tortryggni og ætlað að sameina og hjálpa mismunandi hópum við að nálgast hver annan með því að vinna saman og kynnast. Viðbætur við púslaðferðina eru nokkrar …

Fyrirlestur

fyrirlestur

Fyrirlestur er án efa sú kennsluaðferð sem flestir tengja háskólastiginu enda beitt þar ómælt. Kennslumiðstöðvarfólki hefur stundum verið gerð upp sú skoðun að vera andstæðingar fyrirlestrarhalds en því fer víðs fjarri. Fyrirlestrar eru ágætis kennsluaðferð sé þeim beitt af kunnáttu og leikni og þegar við á – í hófi. Kostir fyrirlestra sem kennsluaðferðar eru fjölmargir; Með þeim er hægt að …

Námsmat

Misjafnt er hvernig litið er á námsmat og ræður þar helstu um hvaða námssýn er að baki. Ramsden (2003) talar um tvær gerðir námslíkana, annars vegar einfalt námslíkan sem byggir m.a. á yfirborðsnámi, að námsmat sé viðbót við kennslu fremur en hluti hennar, umræðan snúist meira um tæknilega hlið matsins en réttmæti þess, námsmat er gert við nemendur í lok …

Vinnutímaviðmið fyrir nemendur

Mikilvægt er að reikna vinnuálag í námskeiðum og miða lesefni og verkefni við þá útreikninga. Baldur Sigurðsson dósent á Menntavísindasviði og Bolognasérfræðingur hefur skrifað grein um efnið í Netlu (Baldur Sigurðsson, 2011). Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um vinnuálag í námskeiðum samkvæmt Bologna á heimasíðu Kennslumiðstöðvar Give me time to think (Karjalainen, Alha og Jutila, 2006). Í upphafi námskeiðs er gott …

Reglur í námskeiði

Við höfum oft óljósar hugmyndir um hvernig við viljum að nám fari fram í námskeiðum okkar. Við höfum e.t.v. ekki gert okkur þær fyllilega ljósar fyrr en einhver brýtur þær. Það er góð leið að setjast niður og reyna að átta sig á því hvort að einhverjar reglur gildi í námskeiðinu. Vil ég t.a.m. benda nemendum á hver ábyrgð þeirra …

Saga námskeiðs

Það er mikilvægt að ræða við nemendur um námskeið og kveikja áhuga þeirra strax í fyrstu kennslustund og skrifa það inn í kennsluáætlun. Veltum því aðeins fyrir okkur sjálf hvers vegna námskeiðið varð til? Af hverju er það mikilvægt? Hver eru tengsl þess við önnur námskeið? Hvert er gildi námskeiðsins og hugsun að baki þess? Hvers vegna byrjar námskeiðið þar …

Námsmat

Mikilvægt er að sameiginlegur skilningur nemenda og kennara sé á námsmati. Þetta þýðir að nemendur átti sig á því hvernig þeir verða metnir og hvenær og verkefnalýsingar þurfa að vera góðar. Það má t.d. hugsa sér að nemendur fái fyrirfram viðmið um ritgerðir og verkefni – matskvarða, sem gefa þeim hugmynd um hvernig þeir geti unnið gott verkefni.  John Biggs …

Lesefni í námskeiði

Það er skemmtilegt og gagnlegt að velta  því fyrir sér hvers vegna maður valdi kennslubók námskeiðsins en ekki aðra, þetta lesefni – greinar, netsíður og vídeó – margmiðlunarefni. Það er mjög gagnlegt fyrir nemendur að vita hvers vegna kennarinn valdi námsefnið og því gott að segja þeim af því strax í fyrstu kennslustund. Það segir nemendum mikið um hvaða nálgun …